Fögnuðu Ólafi og Dorrit með 21 fallbyssuskoti 14. janúar 2010 11:19 Ólafur Ragnar Grímsson kannar heiðursvörðinn. Mynd/forseti.is. Forseti Indlands, Pratibha Patil, og Manmohan Singh forsætisráðherra, tóku á móti forsetahjónunum Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussaieff í Delí við hina sögufrægu forsetahöll Rastrapati Bhavan í gær. Við upphaf hátíðarmóttökunnar var hleypt af 21 fallbyssuskoti en síðan voru leiknir þjóðsöngvar landanna. Þá kannaði forseti Íslands heiðursvörð. Að lokinni athöfninni héldu forsetahjón að leiði Mahatma Gandhi og lögðu þar blómsveig frá íslensku þjóðinni. Í viðræðum forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar við forsætisráðherra Indlands Manmohan Singh, utanríkisráðherrann S. M. Krishna og aðra ráðamenn að lokinni hátíðarmóttöku í Delí kom fram eindreginn vilji indverskra ráðherra til að efla samvinnu við Íslendinga, kanna möguleika á sameiginlegum verkefnum, fjárfestingum og vísindarannsóknum. Indverjar mætu mikils vináttu við Íslendinga og teldu mikilvægt að þjóðin næði sem fyrst sínum fyrri styrk. Indland er fjölmennasta lýðræðisríki veraldar og eitt af stærstu hagkerfum í heimi. Á fundi forseta með Manmohan Singh forsætisráðherra var rætt um reynslu Íslendinga af fjármálakreppunni og viðbrögð þjóðarinnar við henni, sóknarfæri í orkumálum, vísindum og tækni. Lýsti forsætisráðherrann stuðningi við Íslendinga á þessum tímum erfiðleika og sagðist þess fullviss að þjóðin næði sér fljótt á strik. Hann lýsti miklum áhuga á samvinnu við Íslendinga á sviði jarðhita en Indverjar kanna nú í vaxandi mæli möguleika sína í þeim efnum. Þá væri uppbygging gagnavera á Íslandi áhugaverð sem og fjölmörg önnur tækifæri til samvinnu þjóðanna á sviði upplýsingatækni. Þá nefndi forsætisráðherrann áhuga Indverja á því að skoða Keflavíkurflugvöll sem samgöngumiðstöð varðandi flutning á fólki og vörum til Evrópu og Vesturheims. Einnig var rætt um möguleika á olíuvinnslu á Drekasvæðinu en Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri mun eiga síðar í dag fundi með stjórnendum stærsta ríkisolíufélags á Indlandi. Forsætisráðherrann hvatti eindregið til að slík samvinna yrði könnuð. Í gær sat forseti Íslands kvöldverð í boði fornvinar síns Murli Deora olíumálaráðherra Indlands þar sem einnig voru fjölmargir áhrifamenn úr indverskum olíuiðnaði. Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
Forseti Indlands, Pratibha Patil, og Manmohan Singh forsætisráðherra, tóku á móti forsetahjónunum Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussaieff í Delí við hina sögufrægu forsetahöll Rastrapati Bhavan í gær. Við upphaf hátíðarmóttökunnar var hleypt af 21 fallbyssuskoti en síðan voru leiknir þjóðsöngvar landanna. Þá kannaði forseti Íslands heiðursvörð. Að lokinni athöfninni héldu forsetahjón að leiði Mahatma Gandhi og lögðu þar blómsveig frá íslensku þjóðinni. Í viðræðum forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar við forsætisráðherra Indlands Manmohan Singh, utanríkisráðherrann S. M. Krishna og aðra ráðamenn að lokinni hátíðarmóttöku í Delí kom fram eindreginn vilji indverskra ráðherra til að efla samvinnu við Íslendinga, kanna möguleika á sameiginlegum verkefnum, fjárfestingum og vísindarannsóknum. Indverjar mætu mikils vináttu við Íslendinga og teldu mikilvægt að þjóðin næði sem fyrst sínum fyrri styrk. Indland er fjölmennasta lýðræðisríki veraldar og eitt af stærstu hagkerfum í heimi. Á fundi forseta með Manmohan Singh forsætisráðherra var rætt um reynslu Íslendinga af fjármálakreppunni og viðbrögð þjóðarinnar við henni, sóknarfæri í orkumálum, vísindum og tækni. Lýsti forsætisráðherrann stuðningi við Íslendinga á þessum tímum erfiðleika og sagðist þess fullviss að þjóðin næði sér fljótt á strik. Hann lýsti miklum áhuga á samvinnu við Íslendinga á sviði jarðhita en Indverjar kanna nú í vaxandi mæli möguleika sína í þeim efnum. Þá væri uppbygging gagnavera á Íslandi áhugaverð sem og fjölmörg önnur tækifæri til samvinnu þjóðanna á sviði upplýsingatækni. Þá nefndi forsætisráðherrann áhuga Indverja á því að skoða Keflavíkurflugvöll sem samgöngumiðstöð varðandi flutning á fólki og vörum til Evrópu og Vesturheims. Einnig var rætt um möguleika á olíuvinnslu á Drekasvæðinu en Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri mun eiga síðar í dag fundi með stjórnendum stærsta ríkisolíufélags á Indlandi. Forsætisráðherrann hvatti eindregið til að slík samvinna yrði könnuð. Í gær sat forseti Íslands kvöldverð í boði fornvinar síns Murli Deora olíumálaráðherra Indlands þar sem einnig voru fjölmargir áhrifamenn úr indverskum olíuiðnaði.
Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira