Að standa við alþjóðlegar skuldbindingar Sigurður Líndal skrifar 14. janúar 2010 06:00 Síðustu daga hafa dunið á okkur yfirlýsingar frá ýmsum ráðherrum Norðurlanda um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar sem merkir einfaldlega að íslenzka ríkið ábyrgist greiðslur vegna Icesave-skulda sem brezka og hollenzka ríkið hafi greitt þarlendum innistæðueigendum og og vilji nú að íslenzka ríkið standi þeim skil á. Þessu fylgja síðan hótanir um að Íslendingum verði öðrum kosti vísað úr samfélagi þjóðanna með hörmulegum efnahagslegum afleiðingum. Undir þetta hafa síðan tekið nokkrir Íslendingar, jafnvel þeir sem ættu að vera í fyrirsvari fyrir þjóðina. Nú hefur það verið ítrekað oftar en tölu verði á komið að tilteknir einstaklingar hafa stofnað til þessara skulda, en ekki íslenzka ríkið og því síður þjóðin sem heild. Ef ríkið ætti að ábyrgjast slíkar skuldir – að ekki sé minnzt á þungar og ófyrirsjáanlegar byrðar næstu kynslóða – yrði það að styðjast við skýr fyrirmæli í lögum, alþjóðasamningum eða löglega bindandi yfirlýsingum ráðamanna sem hefðu til þess heimild. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið vakin athygli á þessu og farið hafi verið fram á nánari skýringar, hefur það ekki náð eyrum Norðurlandahöfðingja. Þá hafa Bretar og Hollendingar hafnað allri dómsmeðferð í hvaða formi sem er til þess að fá úr því skorið hvort slík skylda sé yfirleitt fyrir hendi og ef hún teldist vera, þá að hvaða marki. En viðbrögðin frá Norðurlöndum hafa birzt í endurteknum yfirlýsingum um að Íslendingar eigi að standa við skuldbindingar sínar, en nánari skýringar láta á sér standa. Nú má vera að höfðingjar Norðurlanda telji sig hafa annað við tímann að gera en svara því sem þeir telja greinilega raus íslenzkra lögfræðinga, blaðamanna og þingmanna og þá verður við það að sitja. En nú mætti ætla að málið væri komið á annað stig. Þegar forseti hafði synjað síðari Icesave-lögunum (lögum nr.1/2010) staðfestingar hélt Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra utan á fund starfsbræðra sinna á Norðurlöndum. Ætla verður að hann hafi innt þá nánari skýringar á afstöðu þeirra til Íslendinga og þá sérstaklega því við hvaða réttarheimildir yfirlýsingar þeirra styðjist um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í þessu Icesave-máli. Ennfremur má ætla að hann hefði óskað skýringa á stuðningi þeirra við afstöðu Breta og Hollendinga að hafna allri dómsmeðferð til að varpa ljósi á réttarstöðu Íslendinga. Gera verður ráð fyrir að viðmælendur ráðherrans hafi virt hann svars og þá sýnist mér eðlilegt að hann geri grein fyrir röksemdum Norðurlandaráðherranna fyrir þessum ítrekuðu fullyrðingum. Nú birtast á hverjum degi greinar og viðtöl við valinkunna menn sem halda því fram að engar eða í mesta lagi takmarkaðar skuldbindingar hvíli á Íslendingum til að greiða Icesave-skuldirnar. En viðbrögð frá Norðurlöndum eru sem fyrr órökstuddar fullyrðingar um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Kannski Steingrímur fjármálaráðherra bæti úr og færi okkur röksemdir viðmælenda sinna. Höfundur er lagaprófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Síðustu daga hafa dunið á okkur yfirlýsingar frá ýmsum ráðherrum Norðurlanda um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar sem merkir einfaldlega að íslenzka ríkið ábyrgist greiðslur vegna Icesave-skulda sem brezka og hollenzka ríkið hafi greitt þarlendum innistæðueigendum og og vilji nú að íslenzka ríkið standi þeim skil á. Þessu fylgja síðan hótanir um að Íslendingum verði öðrum kosti vísað úr samfélagi þjóðanna með hörmulegum efnahagslegum afleiðingum. Undir þetta hafa síðan tekið nokkrir Íslendingar, jafnvel þeir sem ættu að vera í fyrirsvari fyrir þjóðina. Nú hefur það verið ítrekað oftar en tölu verði á komið að tilteknir einstaklingar hafa stofnað til þessara skulda, en ekki íslenzka ríkið og því síður þjóðin sem heild. Ef ríkið ætti að ábyrgjast slíkar skuldir – að ekki sé minnzt á þungar og ófyrirsjáanlegar byrðar næstu kynslóða – yrði það að styðjast við skýr fyrirmæli í lögum, alþjóðasamningum eða löglega bindandi yfirlýsingum ráðamanna sem hefðu til þess heimild. Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið vakin athygli á þessu og farið hafi verið fram á nánari skýringar, hefur það ekki náð eyrum Norðurlandahöfðingja. Þá hafa Bretar og Hollendingar hafnað allri dómsmeðferð í hvaða formi sem er til þess að fá úr því skorið hvort slík skylda sé yfirleitt fyrir hendi og ef hún teldist vera, þá að hvaða marki. En viðbrögðin frá Norðurlöndum hafa birzt í endurteknum yfirlýsingum um að Íslendingar eigi að standa við skuldbindingar sínar, en nánari skýringar láta á sér standa. Nú má vera að höfðingjar Norðurlanda telji sig hafa annað við tímann að gera en svara því sem þeir telja greinilega raus íslenzkra lögfræðinga, blaðamanna og þingmanna og þá verður við það að sitja. En nú mætti ætla að málið væri komið á annað stig. Þegar forseti hafði synjað síðari Icesave-lögunum (lögum nr.1/2010) staðfestingar hélt Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra utan á fund starfsbræðra sinna á Norðurlöndum. Ætla verður að hann hafi innt þá nánari skýringar á afstöðu þeirra til Íslendinga og þá sérstaklega því við hvaða réttarheimildir yfirlýsingar þeirra styðjist um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar í þessu Icesave-máli. Ennfremur má ætla að hann hefði óskað skýringa á stuðningi þeirra við afstöðu Breta og Hollendinga að hafna allri dómsmeðferð til að varpa ljósi á réttarstöðu Íslendinga. Gera verður ráð fyrir að viðmælendur ráðherrans hafi virt hann svars og þá sýnist mér eðlilegt að hann geri grein fyrir röksemdum Norðurlandaráðherranna fyrir þessum ítrekuðu fullyrðingum. Nú birtast á hverjum degi greinar og viðtöl við valinkunna menn sem halda því fram að engar eða í mesta lagi takmarkaðar skuldbindingar hvíli á Íslendingum til að greiða Icesave-skuldirnar. En viðbrögð frá Norðurlöndum eru sem fyrr órökstuddar fullyrðingar um að Íslendingum beri að standa við alþjóðlegar skuldbindingar sínar. Kannski Steingrímur fjármálaráðherra bæti úr og færi okkur röksemdir viðmælenda sinna. Höfundur er lagaprófessor.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun