Mikil hræðsla greip um sig meðal íbúa Haítí 16. janúar 2010 19:11 Mikil hræðsla greip um sig meðal íbúa Haítí í dag þegar sterkur eftirskjálfti reið yfir. Forsætisráðherra landsins telur að yfir 100 þúsund manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem varð fyrr í vikunni. Á Haíti búa 10 milljónir manna á landssvæði sem er um þriðjungur af stærð Íslands. Í og við höfuðborgina Port au Prince búa um tvær milljónir. Jarðskjálftinn í vikunni var um 7 á Richter og ef spár um mannfall ganga eftir er hann einn af 10 mannskæðustu jarðskjálftum sögunnar. Eyðileggingin í höfuðborginni er gríðarleg. Eitt af hverjum tíu húsum borgarinnar er rústir einar. Flest þeirra húsa sem eftir standa eru verulega skemmd. Íbúar þeirra þora ekki inn og kjósa frekar að sofa undir berum himni. Um alla borg er fólk að leita ástvinum, sem sumir hverjir eru enn grafnir í rústum húsanna, tæpum fimm dögum eftir að skjálftinn skall á borginni. En af og til kviknar von. Ástralskir sjónvarpsmenn sem voru að störfum í gær heyrðu barnsgrát úr rústunum og náðu að bjarga 14 mánaða gömlu stúlkubarni. Stúlkan heitir Winnie. Foreldrar hennar fórust báðir í skjálftanum. Þeir sem bjargast úr rústunum er oft mikið slasaðir en sjúkrahúsin eru ekki nálægt því að anna öllum þeim sem þangað leita. Í náttúruhamförum af þessu tagi er ávallt allskonar tölur nefndar um mannfallið. Það eina sem víst er í þeim efnum er að það er gríðarlegt. Tölur á bilinu eitt til tvö hundruð þúsund hafa verið nefndar. Tengdar fréttir Hafa ekki gefið upp vonina að finna fólk á lífi Vonir eru bundnar við að fólk finnist enn á lífi í rústum húsa sem hrundu í jarðskjálftanum á Haítí í vikunni. Íslenska björgunarsveitin sem verið hefur að störfum í Port au Prince, höfuðborg landsins, síðustu tvo daga heldur áfram leit sinni í dag. 16. janúar 2010 12:46 Íslendingarnir njóta verndar friðargæsluliða Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin mun í dag vinna í rústum St. James hótelsins í Port au Prince á Haiti. Mun sveitin vinna að þessu verkefni með spænskri björgunarsveit með leitarhunda og undir vernd indverskra friðargæsluliða en talið er að það muni taka allan daginn, að fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar segir að líkurnar á því að finna einhvern á lífi séu því miður ekki miklar þar sem langt er síðan jarðskjálftinn reið yfir. Í hamförum sem þessum sé flestum bjargað á fyrstu 48 klukkutímunum. 16. janúar 2010 15:23 Enn er vitað um fólk á lífi Enn er vitað um fólk á lífi í rústum húsa á Haíti. Félagar í íslensku rústabjörgunarsveitinni unnu fram á nótt að íslenskum tíma með bandarískri sveit við leit á tveimur svæðum suður af flugvellinum í Port au Prince. Með þeim voru friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum því mjög er óttast um öryggi hjálparstarfsmanna. 16. janúar 2010 10:10 Sjö milljónir í neyðaraðstoð á Haítí Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita um sjö milljónum íslenskra króna til neyðaraðstoðar Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna á Haítí. Þörf er á umfangsmikilli neyðar- og mannúðaraðstoð til handa öllum þeim mannfjölda, sem nú býr við mikla neyð, matarskort, lyfjaskort og skort á húsaskjóli í kjölfar jarðskjálftans á Haítí fyrr í vikunni. 16. janúar 2010 12:19 Sýna björgunarsveitinni vinsemd Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er nú að rísa úr rekkju á Haítí en þar er klukkan að verða sjö að morgni. Íslendingarnir eru vel stemmdir og tilbúnir til að takast á við verkefni dagsins, að fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Ekki er þó enn ljóst hver þau eru. 16. janúar 2010 11:53 Íslendingarnir heilir á húfi Fregnir hafa borist af því að nokkuð stór eftirskjálfti hafi orðið á Haítí og segja erlendir miðlar frá því að hann hafi sett strik reikninginn í vinnu björgunarliðs. Haft hefur verið samband við íslensku alþjóðasveitina og hefur fengist staðfest að allir úr íslenska hópnum eru heilir á húfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. 16. janúar 2010 17:09 Óttast um öryggi almennra borgara Óttast er um öryggi almennra borgara í Port au Prince höfuðborg Haítí. Þegar rúmir fjórir dagar eru síðan að harður jarðskjálfti skók landið hafa ýmis vandamál líkt skemmdir á vegum orðið til að erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargöngum til þurfandi íbúa. 16. janúar 2010 15:13 Össur hitti aðstandendur björgunarmanna Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, heimsótti í dag höfuðstöðvar Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Skógarhlíð en þar hefur verið unnið allann sólarhringinn frá því jarðskjálftinn reið yfir Haítí. Þar hitti ráðherrann meðal annars aðstandendur björgunarmanna. 16. janúar 2010 15:49 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Sjá meira
Mikil hræðsla greip um sig meðal íbúa Haítí í dag þegar sterkur eftirskjálfti reið yfir. Forsætisráðherra landsins telur að yfir 100 þúsund manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum sem varð fyrr í vikunni. Á Haíti búa 10 milljónir manna á landssvæði sem er um þriðjungur af stærð Íslands. Í og við höfuðborgina Port au Prince búa um tvær milljónir. Jarðskjálftinn í vikunni var um 7 á Richter og ef spár um mannfall ganga eftir er hann einn af 10 mannskæðustu jarðskjálftum sögunnar. Eyðileggingin í höfuðborginni er gríðarleg. Eitt af hverjum tíu húsum borgarinnar er rústir einar. Flest þeirra húsa sem eftir standa eru verulega skemmd. Íbúar þeirra þora ekki inn og kjósa frekar að sofa undir berum himni. Um alla borg er fólk að leita ástvinum, sem sumir hverjir eru enn grafnir í rústum húsanna, tæpum fimm dögum eftir að skjálftinn skall á borginni. En af og til kviknar von. Ástralskir sjónvarpsmenn sem voru að störfum í gær heyrðu barnsgrát úr rústunum og náðu að bjarga 14 mánaða gömlu stúlkubarni. Stúlkan heitir Winnie. Foreldrar hennar fórust báðir í skjálftanum. Þeir sem bjargast úr rústunum er oft mikið slasaðir en sjúkrahúsin eru ekki nálægt því að anna öllum þeim sem þangað leita. Í náttúruhamförum af þessu tagi er ávallt allskonar tölur nefndar um mannfallið. Það eina sem víst er í þeim efnum er að það er gríðarlegt. Tölur á bilinu eitt til tvö hundruð þúsund hafa verið nefndar.
Tengdar fréttir Hafa ekki gefið upp vonina að finna fólk á lífi Vonir eru bundnar við að fólk finnist enn á lífi í rústum húsa sem hrundu í jarðskjálftanum á Haítí í vikunni. Íslenska björgunarsveitin sem verið hefur að störfum í Port au Prince, höfuðborg landsins, síðustu tvo daga heldur áfram leit sinni í dag. 16. janúar 2010 12:46 Íslendingarnir njóta verndar friðargæsluliða Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin mun í dag vinna í rústum St. James hótelsins í Port au Prince á Haiti. Mun sveitin vinna að þessu verkefni með spænskri björgunarsveit með leitarhunda og undir vernd indverskra friðargæsluliða en talið er að það muni taka allan daginn, að fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar segir að líkurnar á því að finna einhvern á lífi séu því miður ekki miklar þar sem langt er síðan jarðskjálftinn reið yfir. Í hamförum sem þessum sé flestum bjargað á fyrstu 48 klukkutímunum. 16. janúar 2010 15:23 Enn er vitað um fólk á lífi Enn er vitað um fólk á lífi í rústum húsa á Haíti. Félagar í íslensku rústabjörgunarsveitinni unnu fram á nótt að íslenskum tíma með bandarískri sveit við leit á tveimur svæðum suður af flugvellinum í Port au Prince. Með þeim voru friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum því mjög er óttast um öryggi hjálparstarfsmanna. 16. janúar 2010 10:10 Sjö milljónir í neyðaraðstoð á Haítí Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita um sjö milljónum íslenskra króna til neyðaraðstoðar Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna á Haítí. Þörf er á umfangsmikilli neyðar- og mannúðaraðstoð til handa öllum þeim mannfjölda, sem nú býr við mikla neyð, matarskort, lyfjaskort og skort á húsaskjóli í kjölfar jarðskjálftans á Haítí fyrr í vikunni. 16. janúar 2010 12:19 Sýna björgunarsveitinni vinsemd Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er nú að rísa úr rekkju á Haítí en þar er klukkan að verða sjö að morgni. Íslendingarnir eru vel stemmdir og tilbúnir til að takast á við verkefni dagsins, að fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Ekki er þó enn ljóst hver þau eru. 16. janúar 2010 11:53 Íslendingarnir heilir á húfi Fregnir hafa borist af því að nokkuð stór eftirskjálfti hafi orðið á Haítí og segja erlendir miðlar frá því að hann hafi sett strik reikninginn í vinnu björgunarliðs. Haft hefur verið samband við íslensku alþjóðasveitina og hefur fengist staðfest að allir úr íslenska hópnum eru heilir á húfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. 16. janúar 2010 17:09 Óttast um öryggi almennra borgara Óttast er um öryggi almennra borgara í Port au Prince höfuðborg Haítí. Þegar rúmir fjórir dagar eru síðan að harður jarðskjálfti skók landið hafa ýmis vandamál líkt skemmdir á vegum orðið til að erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargöngum til þurfandi íbúa. 16. janúar 2010 15:13 Össur hitti aðstandendur björgunarmanna Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, heimsótti í dag höfuðstöðvar Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Skógarhlíð en þar hefur verið unnið allann sólarhringinn frá því jarðskjálftinn reið yfir Haítí. Þar hitti ráðherrann meðal annars aðstandendur björgunarmanna. 16. janúar 2010 15:49 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Fleiri fréttir Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Sjá meira
Hafa ekki gefið upp vonina að finna fólk á lífi Vonir eru bundnar við að fólk finnist enn á lífi í rústum húsa sem hrundu í jarðskjálftanum á Haítí í vikunni. Íslenska björgunarsveitin sem verið hefur að störfum í Port au Prince, höfuðborg landsins, síðustu tvo daga heldur áfram leit sinni í dag. 16. janúar 2010 12:46
Íslendingarnir njóta verndar friðargæsluliða Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin mun í dag vinna í rústum St. James hótelsins í Port au Prince á Haiti. Mun sveitin vinna að þessu verkefni með spænskri björgunarsveit með leitarhunda og undir vernd indverskra friðargæsluliða en talið er að það muni taka allan daginn, að fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar segir að líkurnar á því að finna einhvern á lífi séu því miður ekki miklar þar sem langt er síðan jarðskjálftinn reið yfir. Í hamförum sem þessum sé flestum bjargað á fyrstu 48 klukkutímunum. 16. janúar 2010 15:23
Enn er vitað um fólk á lífi Enn er vitað um fólk á lífi í rústum húsa á Haíti. Félagar í íslensku rústabjörgunarsveitinni unnu fram á nótt að íslenskum tíma með bandarískri sveit við leit á tveimur svæðum suður af flugvellinum í Port au Prince. Með þeim voru friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum því mjög er óttast um öryggi hjálparstarfsmanna. 16. janúar 2010 10:10
Sjö milljónir í neyðaraðstoð á Haítí Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra hefur ákveðið að veita um sjö milljónum íslenskra króna til neyðaraðstoðar Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna á Haítí. Þörf er á umfangsmikilli neyðar- og mannúðaraðstoð til handa öllum þeim mannfjölda, sem nú býr við mikla neyð, matarskort, lyfjaskort og skort á húsaskjóli í kjölfar jarðskjálftans á Haítí fyrr í vikunni. 16. janúar 2010 12:19
Sýna björgunarsveitinni vinsemd Íslenska alþjóðabjörgunarsveitin er nú að rísa úr rekkju á Haítí en þar er klukkan að verða sjö að morgni. Íslendingarnir eru vel stemmdir og tilbúnir til að takast á við verkefni dagsins, að fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Ekki er þó enn ljóst hver þau eru. 16. janúar 2010 11:53
Íslendingarnir heilir á húfi Fregnir hafa borist af því að nokkuð stór eftirskjálfti hafi orðið á Haítí og segja erlendir miðlar frá því að hann hafi sett strik reikninginn í vinnu björgunarliðs. Haft hefur verið samband við íslensku alþjóðasveitina og hefur fengist staðfest að allir úr íslenska hópnum eru heilir á húfi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. 16. janúar 2010 17:09
Óttast um öryggi almennra borgara Óttast er um öryggi almennra borgara í Port au Prince höfuðborg Haítí. Þegar rúmir fjórir dagar eru síðan að harður jarðskjálfti skók landið hafa ýmis vandamál líkt skemmdir á vegum orðið til að erfiðlega hefur gengið að koma hjálpargöngum til þurfandi íbúa. 16. janúar 2010 15:13
Össur hitti aðstandendur björgunarmanna Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, heimsótti í dag höfuðstöðvar Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Skógarhlíð en þar hefur verið unnið allann sólarhringinn frá því jarðskjálftinn reið yfir Haítí. Þar hitti ráðherrann meðal annars aðstandendur björgunarmanna. 16. janúar 2010 15:49