Útvaldir fá ókeypis gistingu í sumarbústað borgarinnar 20. janúar 2010 04:45 Borgarráðsbústaðurinn Engin sérstakur lúxusbústaður en borgarfulltrúar og embættismenn á háum launum ættu samt að greiða fyrir afnotin, segir borgarfulltrúi Vinstri grænna.Fréttablaðið/Stefán „Satt best að segja finnst mér menn taka mjög illa í hugmyndir um eitthvað sem minnkar þeirra fríðindi. Ég er dálítið hissa á því,“ segir Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, sem vill að borgarfulltrúar og æðstu embættismenn greiði fyrir afnot af sumarbústað sem borgin á við Úlfljótsvatn. „Ég fór þarna fyrir nokkru síðan yfir helgi og þegar ég ætlaði að fara að borga var mér sagt að við ættum ekki að borga fyrir þetta,“ segir Þorleifur sem kveðst hafa rætt lengi um þetta mál óformlega í bæði borgarstjórn og forsætisnefnd borgarinnar þar sem hann hefur nú lagt fram tillögu um að þeir sem noti bústaðinnn greiði fyrir það leigu. „Ég vildi helst að þetta yrði leyst í rólegheitum þannig að við fengjum að borga fyrir þetta og það yrðu settar einhverjar reglur, kannski svipaðar og gilda um félaga í Starfsmannafélagi Reykjavíkur. En það hefur ekki verið gert þannig að ég greip til þess á síðasta fundi að gera þessa tillögu formlega,“ útskýrir Þorleifur. Borgarráðsbústaðurinn stendur út af fyrir sig nálægt klasa bústaða sem Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar á og nokkrum bústöðum í eigu Orkuveitunnar og Faxaflóahafna. Þorleifur segir borgarráðsbústaðinn heldur stærri en hina bústaðina. Þar séu þrjú svefnherbergi miðað við tvö í starfsmannabústöðunum. Heitur pottur er við öll húsin. „Þessi bústaður er kannski betur mubleraður en þetta er ekkert lúxusdæmi,“ lýsir Þorleifur. Forsætisnefnd hefur ekki afgreitt tillögu Þorleifs heldur vísað henni til Ólafs Hjörleifssonar, skrifstofustjóra borgarstjórnar. Aðspurður segir Ólafur að þar með eigi hann að útfæra hugmyndir um framtíðarskipan mála varðandi bústaðinn. Hvorki hafi fylgt fyrirmæli frá forsætisnefndinni um að taka eigi upp gjald né um að halda fyrirkomulaginu óbreyttu. Eins og fyrr segir eru það borgarfulltrúar og æðstu embættismenn sem geta dvalist í borgarráðsbústaðnum. Þorleifur segir að embættismennirnir sem um ræði séu til dæmis sviðsstjórar, skrifstofustjóri borgarstjóra, skrifstofustjóri borgarstjórnar og borgarlögmaður. „Þetta eru embættismenn sem eru með 800 þúsund krónur til milljón í mánaðarlaun,“ undirstrikar Þorleifur Gunnlaugsson. - gar Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
„Satt best að segja finnst mér menn taka mjög illa í hugmyndir um eitthvað sem minnkar þeirra fríðindi. Ég er dálítið hissa á því,“ segir Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, sem vill að borgarfulltrúar og æðstu embættismenn greiði fyrir afnot af sumarbústað sem borgin á við Úlfljótsvatn. „Ég fór þarna fyrir nokkru síðan yfir helgi og þegar ég ætlaði að fara að borga var mér sagt að við ættum ekki að borga fyrir þetta,“ segir Þorleifur sem kveðst hafa rætt lengi um þetta mál óformlega í bæði borgarstjórn og forsætisnefnd borgarinnar þar sem hann hefur nú lagt fram tillögu um að þeir sem noti bústaðinnn greiði fyrir það leigu. „Ég vildi helst að þetta yrði leyst í rólegheitum þannig að við fengjum að borga fyrir þetta og það yrðu settar einhverjar reglur, kannski svipaðar og gilda um félaga í Starfsmannafélagi Reykjavíkur. En það hefur ekki verið gert þannig að ég greip til þess á síðasta fundi að gera þessa tillögu formlega,“ útskýrir Þorleifur. Borgarráðsbústaðurinn stendur út af fyrir sig nálægt klasa bústaða sem Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar á og nokkrum bústöðum í eigu Orkuveitunnar og Faxaflóahafna. Þorleifur segir borgarráðsbústaðinn heldur stærri en hina bústaðina. Þar séu þrjú svefnherbergi miðað við tvö í starfsmannabústöðunum. Heitur pottur er við öll húsin. „Þessi bústaður er kannski betur mubleraður en þetta er ekkert lúxusdæmi,“ lýsir Þorleifur. Forsætisnefnd hefur ekki afgreitt tillögu Þorleifs heldur vísað henni til Ólafs Hjörleifssonar, skrifstofustjóra borgarstjórnar. Aðspurður segir Ólafur að þar með eigi hann að útfæra hugmyndir um framtíðarskipan mála varðandi bústaðinn. Hvorki hafi fylgt fyrirmæli frá forsætisnefndinni um að taka eigi upp gjald né um að halda fyrirkomulaginu óbreyttu. Eins og fyrr segir eru það borgarfulltrúar og æðstu embættismenn sem geta dvalist í borgarráðsbústaðnum. Þorleifur segir að embættismennirnir sem um ræði séu til dæmis sviðsstjórar, skrifstofustjóri borgarstjóra, skrifstofustjóri borgarstjórnar og borgarlögmaður. „Þetta eru embættismenn sem eru með 800 þúsund krónur til milljón í mánaðarlaun,“ undirstrikar Þorleifur Gunnlaugsson. - gar
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira