Útvaldir fá ókeypis gistingu í sumarbústað borgarinnar 20. janúar 2010 04:45 Borgarráðsbústaðurinn Engin sérstakur lúxusbústaður en borgarfulltrúar og embættismenn á háum launum ættu samt að greiða fyrir afnotin, segir borgarfulltrúi Vinstri grænna.Fréttablaðið/Stefán „Satt best að segja finnst mér menn taka mjög illa í hugmyndir um eitthvað sem minnkar þeirra fríðindi. Ég er dálítið hissa á því,“ segir Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, sem vill að borgarfulltrúar og æðstu embættismenn greiði fyrir afnot af sumarbústað sem borgin á við Úlfljótsvatn. „Ég fór þarna fyrir nokkru síðan yfir helgi og þegar ég ætlaði að fara að borga var mér sagt að við ættum ekki að borga fyrir þetta,“ segir Þorleifur sem kveðst hafa rætt lengi um þetta mál óformlega í bæði borgarstjórn og forsætisnefnd borgarinnar þar sem hann hefur nú lagt fram tillögu um að þeir sem noti bústaðinnn greiði fyrir það leigu. „Ég vildi helst að þetta yrði leyst í rólegheitum þannig að við fengjum að borga fyrir þetta og það yrðu settar einhverjar reglur, kannski svipaðar og gilda um félaga í Starfsmannafélagi Reykjavíkur. En það hefur ekki verið gert þannig að ég greip til þess á síðasta fundi að gera þessa tillögu formlega,“ útskýrir Þorleifur. Borgarráðsbústaðurinn stendur út af fyrir sig nálægt klasa bústaða sem Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar á og nokkrum bústöðum í eigu Orkuveitunnar og Faxaflóahafna. Þorleifur segir borgarráðsbústaðinn heldur stærri en hina bústaðina. Þar séu þrjú svefnherbergi miðað við tvö í starfsmannabústöðunum. Heitur pottur er við öll húsin. „Þessi bústaður er kannski betur mubleraður en þetta er ekkert lúxusdæmi,“ lýsir Þorleifur. Forsætisnefnd hefur ekki afgreitt tillögu Þorleifs heldur vísað henni til Ólafs Hjörleifssonar, skrifstofustjóra borgarstjórnar. Aðspurður segir Ólafur að þar með eigi hann að útfæra hugmyndir um framtíðarskipan mála varðandi bústaðinn. Hvorki hafi fylgt fyrirmæli frá forsætisnefndinni um að taka eigi upp gjald né um að halda fyrirkomulaginu óbreyttu. Eins og fyrr segir eru það borgarfulltrúar og æðstu embættismenn sem geta dvalist í borgarráðsbústaðnum. Þorleifur segir að embættismennirnir sem um ræði séu til dæmis sviðsstjórar, skrifstofustjóri borgarstjóra, skrifstofustjóri borgarstjórnar og borgarlögmaður. „Þetta eru embættismenn sem eru með 800 þúsund krónur til milljón í mánaðarlaun,“ undirstrikar Þorleifur Gunnlaugsson. - gar Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
„Satt best að segja finnst mér menn taka mjög illa í hugmyndir um eitthvað sem minnkar þeirra fríðindi. Ég er dálítið hissa á því,“ segir Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi VG, sem vill að borgarfulltrúar og æðstu embættismenn greiði fyrir afnot af sumarbústað sem borgin á við Úlfljótsvatn. „Ég fór þarna fyrir nokkru síðan yfir helgi og þegar ég ætlaði að fara að borga var mér sagt að við ættum ekki að borga fyrir þetta,“ segir Þorleifur sem kveðst hafa rætt lengi um þetta mál óformlega í bæði borgarstjórn og forsætisnefnd borgarinnar þar sem hann hefur nú lagt fram tillögu um að þeir sem noti bústaðinnn greiði fyrir það leigu. „Ég vildi helst að þetta yrði leyst í rólegheitum þannig að við fengjum að borga fyrir þetta og það yrðu settar einhverjar reglur, kannski svipaðar og gilda um félaga í Starfsmannafélagi Reykjavíkur. En það hefur ekki verið gert þannig að ég greip til þess á síðasta fundi að gera þessa tillögu formlega,“ útskýrir Þorleifur. Borgarráðsbústaðurinn stendur út af fyrir sig nálægt klasa bústaða sem Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar á og nokkrum bústöðum í eigu Orkuveitunnar og Faxaflóahafna. Þorleifur segir borgarráðsbústaðinn heldur stærri en hina bústaðina. Þar séu þrjú svefnherbergi miðað við tvö í starfsmannabústöðunum. Heitur pottur er við öll húsin. „Þessi bústaður er kannski betur mubleraður en þetta er ekkert lúxusdæmi,“ lýsir Þorleifur. Forsætisnefnd hefur ekki afgreitt tillögu Þorleifs heldur vísað henni til Ólafs Hjörleifssonar, skrifstofustjóra borgarstjórnar. Aðspurður segir Ólafur að þar með eigi hann að útfæra hugmyndir um framtíðarskipan mála varðandi bústaðinn. Hvorki hafi fylgt fyrirmæli frá forsætisnefndinni um að taka eigi upp gjald né um að halda fyrirkomulaginu óbreyttu. Eins og fyrr segir eru það borgarfulltrúar og æðstu embættismenn sem geta dvalist í borgarráðsbústaðnum. Þorleifur segir að embættismennirnir sem um ræði séu til dæmis sviðsstjórar, skrifstofustjóri borgarstjóra, skrifstofustjóri borgarstjórnar og borgarlögmaður. „Þetta eru embættismenn sem eru með 800 þúsund krónur til milljón í mánaðarlaun,“ undirstrikar Þorleifur Gunnlaugsson. - gar
Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira