Kennarar taki þátt í prófkjörunum Valgerður Eiríksdóttir skrifar 21. janúar 2010 12:24 Erindi mitt er að hvetja kennara hvar í flokki sem þeir standa til að taka þátt í prófkjörum stjórnmálaflokkanna fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor. Þar er okkur gefinn kostur á að raða frambjóðendum á listana, og hafa með því áhrif á hvaða fólk kemur að því að stjórna í viðkomandi sveitafélagi. Í þetta sinn fara kosningarnar fram á tímum mikils niðurskurðar í öllum geirum hins opinbera og skólakerfið mun ekki fara varhluta af því. Hér verður ekki spurt um hvort skera þurfi niður heldur hvað á að skera. Það skiptir því gífurlegu máli hvernig niðurskurðarhnífnum verður beitt og hverjir halda á honum. Frambjóðendur eru nú í óðaönn að kynna sig og þau málefni sem þeir hyggjast leggja áherslu á. Sumir helga sig skipulagsmálum, aðrir samgöngumálum og enn aðrir uppeldis- og menntamálum. Menntamálin eru stærsti útgjaldaliður hvers sveitarfélags og jafnframt sá mikilvægasti. Það hlýtur því að skipta kennara og nemendur mjög miklu máli hverjir fara með þennan málaflokk og hversu öflugir talsmenn þeir eru fyrir hann. Ég hvet ykkur til að líta yfir listana og leita eftir því fólki sem vill vinna að því að uppeldis-og menntamál verði varin eins og kostur er þegar skorið verður niður. Ég ætla að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar og forgangsraða á listann eftir því hverjir setja þennan málaflokk í forgang. Ég ætla að styðja Oddnýju Sturludóttur í 2. sætið eins og hún biður um. Oddný hefur sýnt að hún er verðugur fulltrúi menntamála í borginni og gegndi formennsku í menntaráði Reykjavíkurborgar á meðan 100 daga meirihlutinn var við völd. Á því tímabili fór hún m.a. til fundar við trúnaðarmenn í grunnskólum borgarinnar og hlustaði á hvað þeir höfðu að segja um mál sem varða skólasamfélagið. Oddný ætlar að halda áfram að vinna að uppeldis og menntamálum í borginni og leggja sig fram við að verja þau áföllum. Látum nú ekki Icesave umræðuna draga úr okkur allan mátt og byrgja okkur sýn. Hafi einhverntíma verið ástæða fyrir fagfólk að beita áhrifamætti sínum þá er það við þessar aðstæður. Verum virkir þátttakendur. Valgerður Eiríksdóttir kennari við Fellaskóla í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrstu jólin eftir ástvinamissi Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skyndihjálp: Lykillinn að öruggara samfélagi Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Sjá meira
Erindi mitt er að hvetja kennara hvar í flokki sem þeir standa til að taka þátt í prófkjörum stjórnmálaflokkanna fyrir sveitastjórnarkosningarnar í vor. Þar er okkur gefinn kostur á að raða frambjóðendum á listana, og hafa með því áhrif á hvaða fólk kemur að því að stjórna í viðkomandi sveitafélagi. Í þetta sinn fara kosningarnar fram á tímum mikils niðurskurðar í öllum geirum hins opinbera og skólakerfið mun ekki fara varhluta af því. Hér verður ekki spurt um hvort skera þurfi niður heldur hvað á að skera. Það skiptir því gífurlegu máli hvernig niðurskurðarhnífnum verður beitt og hverjir halda á honum. Frambjóðendur eru nú í óðaönn að kynna sig og þau málefni sem þeir hyggjast leggja áherslu á. Sumir helga sig skipulagsmálum, aðrir samgöngumálum og enn aðrir uppeldis- og menntamálum. Menntamálin eru stærsti útgjaldaliður hvers sveitarfélags og jafnframt sá mikilvægasti. Það hlýtur því að skipta kennara og nemendur mjög miklu máli hverjir fara með þennan málaflokk og hversu öflugir talsmenn þeir eru fyrir hann. Ég hvet ykkur til að líta yfir listana og leita eftir því fólki sem vill vinna að því að uppeldis-og menntamál verði varin eins og kostur er þegar skorið verður niður. Ég ætla að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar og forgangsraða á listann eftir því hverjir setja þennan málaflokk í forgang. Ég ætla að styðja Oddnýju Sturludóttur í 2. sætið eins og hún biður um. Oddný hefur sýnt að hún er verðugur fulltrúi menntamála í borginni og gegndi formennsku í menntaráði Reykjavíkurborgar á meðan 100 daga meirihlutinn var við völd. Á því tímabili fór hún m.a. til fundar við trúnaðarmenn í grunnskólum borgarinnar og hlustaði á hvað þeir höfðu að segja um mál sem varða skólasamfélagið. Oddný ætlar að halda áfram að vinna að uppeldis og menntamálum í borginni og leggja sig fram við að verja þau áföllum. Látum nú ekki Icesave umræðuna draga úr okkur allan mátt og byrgja okkur sýn. Hafi einhverntíma verið ástæða fyrir fagfólk að beita áhrifamætti sínum þá er það við þessar aðstæður. Verum virkir þátttakendur. Valgerður Eiríksdóttir kennari við Fellaskóla í Reykjavík.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun