Skrifstofa þings kaus að kæra fyrir aðför 22. janúar 2010 02:30 Mótmælendur teknir höndum Í búsáhaldabyltingunni ofbauð mörgum borgaranum hversu hart var sótt að stofnunum löggjafar- og framkvæmdarvaldsins og að lögreglumönnum. fréttablaðið/pjetur Ríkissaksóknari segist ekki hafa heimild til að láta mál niður falla þar sem sjö manns hafa særst í átökum. Hann bendir á að kæran gegn ellefu manns, sem réðust inn í Alþingishúsið með þeim afleiðingum að lögreglumenn og fleiri særðust, komi til sín eftir rannsókn lögreglu á kæru skrifstofustjóra Alþingis. Það hafi verið Alþingi sem ákvað að kæra samkvæmt 100. grein hegningarlaga, sem kveður á um eins árs lágmarksfangelsisvist, verði hin ákærðu dæmd sek. Ekki hefur verið kært samkvæmt þessari grein síðan 1949. „Það er ekki verið að ákæra mótmælendurna sem slíka heldur fyrir húsbrot og aðför að Alþingi og fleira. Sem betur fer hefur ákæruvaldið ekki svigrúm til geðþóttaákvarðana í slíkum tilfellum,“ segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari. Málið hafi komið fullrannsakað til hans og embættið hafi metið það svo að tilefni væri til að gefa út ákæru á hendur níu manns af þeim ellefu sem kærðir voru upphaflega. Valtýr hefur áður talað um að miklar annir séu hjá embætti sínu. Spurður hvort þetta mál hafi notið forgangs, segir hann: „Málið kom til okkar í nóvember 2009. Samkvæmt vinnureglu áttum við að taka afstöðu til þess innan mánaðar. Það naut ekki meiri forgangs en svo.“ Ríkissaksóknari megi ekki taka tillit til almenningsálits eða til þess að kæra Alþingis tengist öðrum málum, sem ekki hefur verið ákært í, það er efnahagsbrotum sem kunna að hafa leitt til bankahrunsins. Þau mál komi embættinu ekki við, heldur snúi að sérstökum saksóknara, en annars efnahagsbrotadeild. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir mjög skiljanlegt að reiði brjótist út þegar ákært er vegna þessara brota en ekki efnahagsbrotanna. „Ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á rannsókn efnahagsbrotanna og gert hana að forgangsverkefni. Stórefld fjárframlög til hennar eru til marks um það. En rannsóknirnar taka sinn tíma og mjög brýnt að gera þær þannig úr garði á að þær eyðileggist ekki í dómsalnum,“ segir hún. Ragna bendir á að málin séu mjög ólík. Annars vegar flókin efnahagsstarfsemi og hins vegar nokkuð einföld mál. klemens@frettabladid.is Valtýr sigurðsson Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Ríkissaksóknari segist ekki hafa heimild til að láta mál niður falla þar sem sjö manns hafa særst í átökum. Hann bendir á að kæran gegn ellefu manns, sem réðust inn í Alþingishúsið með þeim afleiðingum að lögreglumenn og fleiri særðust, komi til sín eftir rannsókn lögreglu á kæru skrifstofustjóra Alþingis. Það hafi verið Alþingi sem ákvað að kæra samkvæmt 100. grein hegningarlaga, sem kveður á um eins árs lágmarksfangelsisvist, verði hin ákærðu dæmd sek. Ekki hefur verið kært samkvæmt þessari grein síðan 1949. „Það er ekki verið að ákæra mótmælendurna sem slíka heldur fyrir húsbrot og aðför að Alþingi og fleira. Sem betur fer hefur ákæruvaldið ekki svigrúm til geðþóttaákvarðana í slíkum tilfellum,“ segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari. Málið hafi komið fullrannsakað til hans og embættið hafi metið það svo að tilefni væri til að gefa út ákæru á hendur níu manns af þeim ellefu sem kærðir voru upphaflega. Valtýr hefur áður talað um að miklar annir séu hjá embætti sínu. Spurður hvort þetta mál hafi notið forgangs, segir hann: „Málið kom til okkar í nóvember 2009. Samkvæmt vinnureglu áttum við að taka afstöðu til þess innan mánaðar. Það naut ekki meiri forgangs en svo.“ Ríkissaksóknari megi ekki taka tillit til almenningsálits eða til þess að kæra Alþingis tengist öðrum málum, sem ekki hefur verið ákært í, það er efnahagsbrotum sem kunna að hafa leitt til bankahrunsins. Þau mál komi embættinu ekki við, heldur snúi að sérstökum saksóknara, en annars efnahagsbrotadeild. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra segir mjög skiljanlegt að reiði brjótist út þegar ákært er vegna þessara brota en ekki efnahagsbrotanna. „Ríkisstjórnin hefur lagt mikla áherslu á rannsókn efnahagsbrotanna og gert hana að forgangsverkefni. Stórefld fjárframlög til hennar eru til marks um það. En rannsóknirnar taka sinn tíma og mjög brýnt að gera þær þannig úr garði á að þær eyðileggist ekki í dómsalnum,“ segir hún. Ragna bendir á að málin séu mjög ólík. Annars vegar flókin efnahagsstarfsemi og hins vegar nokkuð einföld mál. klemens@frettabladid.is Valtýr sigurðsson
Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira