Innlent

Íslensk börn verða illa úti í kreppunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geir Gunnlaugsson segir að íslensk börn fari illa út úr kreppunni. Mynd/ Anton.
Geir Gunnlaugsson segir að íslensk börn fari illa út úr kreppunni. Mynd/ Anton.
Íslenskir sérfræðingar á sviði lýðheilsu telja merki um aukin fjölskylduvandræði eftir fjármálahrunið árið 2008 sem skildi fjölda foreldra eftir í fjárhagsvanda. Fjallað er um málið á vef breska blaðsins Guardian í dag.

Geir Gunnlaugsson, nýskipaður landlæknir, segist í samtali við Guardian ekki vera í vafa um það hvaða hópur hafi farið verst út úr kreppunni á Íslandi - það séu börn. Tilkynningum til barnaverndanefnda hafi fjölgað frá hruninu en nefndirnar hafi líka verið vel á varðbergi.

„Við teljum að það hafi reynt mjög mikið á samskipti innan fjölskyldna - árekstrar á meðal foreldra til dæmis," segir Geir. Álagið stafi meðal annars af fjárhagsáhyggjum og allt hafi þetta áhrif á börnin.

Halldór Guðmundsson, lektor við félagsráðgjafadeild við Háskóla Íslands, tekur í sama streng og Geir. Hann segir að börn spyrji hvað sé að gerast, hvað það þýði að Ísland sé í kreppu og hvað verði um þau.

Guardian segir að bæði Geir og Halldór hafi mestar áhyggjur af því hvaða áhrif langtímaatvinnuleysi hafi á Íslendinga, en á Íslandi hafi atvinnuleysi varla þekkst fyrir bankahrunið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×