Innlent

Ákvörðun Seðlabankans hænufet í rétta átt

Mynd/Pjetur
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að lækka stýrivexti um 0,5 prósentur vera hænufet á réttri leið en breyti ekki miklu varðandi fjármagnskostnað og möguleika lítilla og meðalstórra fyrirtæka til að byggja upp.

Með ákvörðun peningastefnunefndar bankans lækkuðu stýrivextir úr 10% í 9,5%. Vilhjálmur segist hafa viljað sjá meiri lækkun. Ekki séu nein rök fyrir því að halda vöxtum svona háum.

„Þetta er afar lítið skref. Ég hefði viljað smá meiri dirfsku því það skiptir mjög miklu máli að koma fjárfestingum í atvinnulífinu í gang. Þetta verður ekki til þess," segir Vilhjálmur.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×