Handbolti

Ísland vann Pólland og tryggði sér bronsið á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Íslenska handboltalandsliðið vann þriggja marka sigur á Póllandi, 29-26, í leiknum um þriðja sætið á EM í Austurríki og tryggði sér sín fyrstu bronsverðlaun frá upphafi á stómóti.

Íslenska liðið átti frábæran fyrri hálfleik og náði átta marka forskoti en Pólverjar með Slowomir Szmal í stuði í markinu voru næstum því búnir að vinna upp muninn í seinni hálfleiknum.

Hreiðar Levý Guðmundsson átti flotta innkomu í seinni hálfleik og varði mörg mikilvæg skot í lokin og þá lét Aron Pálmarsson ekki nokkur mistök í röð hafa áhrif á sig heldur svaraði því með mikilvægu marki og frábærri stoðsendingu á dýrmætum tímapunkti í leiknum.

Ísland-Pólland 29-26 (18-10)



Mörk Íslands (skot): Guðjón Valur Sigurðsson 8 (13), Róbert Gunnarsson 6 (6), Snorri Steinn Guðjónsson 4/3 (6/3), Arnór Atlason 3 (8), Ólafur Stefánsson 3 (13), Ingimundur Ingimundarson 2 (2), Aron Pálmarsson 2 (5), Alexander Petersson 1 (3).

Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 10 (27/1, 37%), Hreiðar Guðmundsson 7 (16, 44%).

Hraðaupphlaup: 9 (Guðjón Valur 5, Ingimundur 2, Arnór 1, Alexander 1).

Fiskuð víti: 3 (Guðjón Valur 1, Alexander 1, Róbert 1).

Utan vallar: 8 mínútur.

Mörk Póllands(skot): Tomasz Tluczynski 4/1 (4/1), Bartosz Jurecki 4 (5), Michal Jurecki 4 (5), Krzysztof Lijewski 3 (6), Mateusz Jachlewski 3 (6), Patryk Kuchczynski 2 (2), Tomasz Rosinski 2 (4), Bartlomiej Jaszka 2 (8), Mariusz Jurasik 1 (2), Marcin Lijewski 1 (4), Karol Bielecki (1).

Varin skot: Slawomir Szmal 16 (39/3, 41%), Piotr Wyszomirski 1 (7, 14%).

Hraðaupphlaup: 9 (Kuchczynski 2, Jachlewski 2, K. Lijewski 1, Jurasik 1, M. Jurecki 1, Tluczynski 1, Rosinski 1).

Fiskuð víti: 1 (B. Jurecki 1).

Utan vallar: 16 mínútur.

Leiknum var lýst á Vísi og má finna þá lýsinginu hér fyrir neðan.

Leik lokið: Íslenska landsliðið vinnur sín fyrstu verðlaun á EM og fylgir því silfrinu í Peking með því að vinna brons á EM í Austurríki. Seinni hálfleikurinn var mjög erfiður eftir frábæran fyrri hálfleik en íslenska seiglan landaði stórglæsilegum sigri. Hreiðar Levý Guðmundsson varði mörg rosalega mikilvæg skot á lokamínútum leiksins.

29-26: Guðjón Valur skorar úr hraðaupphlaupi og gulltryggir bronsið.

Ólafur Stefánsson fiskar ruðning og tryggir nánast Íslendingum brons.

Guðjón Valur fiskar tvær mínútur. 31 sekúnda eftir af leiknum.

Hreiðar ver gegnumbrot og Íslendingar fá boltann.

Hreiðar ver en Pólverjar fá aukakast.

Ísland fær á sig leiktöf en Alexnader sýnir frábær tilþrif í að verjast hraðaupphlaupi Pólverja. 1 mínúta og 25 sekúndur eftir en Pólverjar eru með boltann.

Ólafur á skot sem Szmal ver en Pólverjar fá á sig skref. 2 mínútur eftir og við erum með boltann.

28-26: Pólverjar skora úr gegnumbroti. 2 mínútur og 40 sekúndur eftir.

28-25: Róbert skorar af línunni eftir frábæra sendingu Arons.

27-25: Ólafur skorar með langskoti og Ísland nær síðan boltanum. Þrjár og hálf mínúta eftir.

26-25: Pólverjar skora úr hraðaupphlaupi. Fjórar mínútur eftir.

26-24: Pólverjar skorar úr gegnumbroti. Fimm mínútur eftir.

26-23: Aron með frábært mark úr langskoti.

25-23: Pólverjar skora af línunni.

Snorri lætur Szmal verja frá sér. Pólverjar með boltann þegar sex mínútur eru eftir.

Hreiðar ver frá Pólverjum úr hraðri sókn.

Aron með ókskynsamlegt skot framhjá en Pólverjar fá á sig ruðning. sjö og hálf eftir.

25-22: Pólverjar skora úr vinstra horninu.

25-21: Róbert skorar af línunni eftir sendingu frá Snorra. 9 mínútur eftir.

Hreiðar ver hraðaupphlaup eftir að vörnin hafði tekið skot frá Alexander

24-21: Pólverjar skora úr vinstra horninu.

Guðjón Valur missir boltann. 11 mínútur eftir.

24-20: Pólverjar skora úr hraðri sókn.

24-19: Alexander fiskar víti og Sborri skorar úr vítinu.

23-19: Pólverjar skora með gegnumbroti. Rúmar tólf mínútur eftir.

Hreiðar ver gegnumbrot en Ingimundur er rekinn útaf í tvær mínútur

23-18: Pólverjar missa boltann og Alexander skorar úr hraðaupphlaupi.

22-18: PSnorri Steinn skorar úr vítinu. 14 mínútur eftir.

Guðjón Valur fiskar víti og tvær mínútur eftir að hafa fengið línusendingu frá Alexander.

Hreiðar ver af línunni og Íslendingar fá boltann.

Szmal ver langskot frá Arnóri og íslensku leikmennirnir eru greinilega orðnir hræddir við hann.

Pólverjar skjóta í stöngin og íslenska liðið nær frákastinu. 16 mínútur eftir.

Szmal ver einn einu sinni frá Ólafi Stefánssyni.

Pólverjar skjóta framhjá íslenska markinu.

21-18: Róbert skorar mikilvægt mark af línunni eftir sendingu Arnórs og fiskar Pólverja útaf í leiðinni.

20-18: Pólverjar skora úr langskoti.

Szmal hefur lokað pólska markinu að undanförnu. 41:13 búin af leiknum.

Szmal ver einn eitt skotið en Hreiðar ver hinum megin.

Leikhlé: Guðmundur tekur leikhlé eftir að Pólverjar hafa unnið fyrstu ellefu mínútur seinni hálfleiks 7-2. Hreiðar kemur í markið.

20-17: Pólverjar skora með langskoti.

Arnór á skot framhjá markinu.

Ólafur Stefánsson stelur boltanum.

Arnór lætur Szmal verja frá sér og íslenska liðið er búið að skjóta pólska markvörðinn í stuð. 21 mínúta eftir.

20-16: Alexander stelur boltanum en Guðjón Valur lætur verja frá sér hraðaupphlaup og Pólverjar skora hinum megin.

Guðjón Valur lætur Szmal verja frá sér í horninu og Sverre fær á sig tvær mínútur.

Róbert fiskar tvær mínútur á Pólverja.

20-15: Alexander klikkar á skoti og Pólverjar skorar sitt þriðja marki í röð úr hraðaupphlaupi.

20-14: Pólverjar skora af línunni.

Aron fær á sig ruðning en Björgvin ver í hraðaupphlaupi Pólverja.

20-13: Pólverjar sklora úr gegnumbroti manni fleiri.

Ingimundur rekinn útaf í tvær mínútur.

20-12: Snorri skorar úr vítinu. Fimm mínútur liðnar af seinni.

Róbert fiskar víti eftir sendingu frá Ólafi inn á línuna.

19-12: Pólverjar skora úr hraðri sókn eftir að Ólafur fékk dæmd á sig skref.

19-11: Ólafur Stefánsson skorar með langskoti og Pólverjar henda síðan boltanum útaf.

18-11: Pólverjar skora úr hraðaupphlaupi eftir að Szmal varði frá Aroni.

Ólafur Stefánsson lætur Szmal verja einu sinni enn frá sér.

Björgvin ver langskot

Guðjón Valur skýtur framhjá úr vinstra horninu.

Seinni hálfleikur: Ísland byrjar með boltann í seinni hálfleik og við erum manni fleiri fyrstu mínútuna.

Mörk Íslands í fyrri hálfleik: Guðjón Valur Sigurðsson 7, Róbert Gunnarsson 3, Arnór Atlason 3, Ingimundur Ingimundarson 2, Snorri Steinn Guðjónsson 1, Aron Pálmarsson 1, Ólafur Stefánsson 1. Björgvin Páll Gústavsson er búinn að verja 8 skot í markinu.

Hálfleikur: Pólverjar eiga ekki möguleika á móti frábæru íslensku liði sem fer á kostum í vörn og sókn. Guðjón Valur er búinn að skora sjö mörk í fyrri hálfleiknum og það er greinilegt að það kemur ekkert annað til greina en bronsverðlaun á EM.

Pólverjar skjóta yfir úr síðustu sókn fyrri hálfleiks.

18-10: Guðjón Valur skorar úr vinstra horninu.

Leikhlé: Guðmundur Guðmundsson tekur leikhlé og leggur upp línurnar fyrir síðustu 40 sekúndurnar í fyrri hálfleik.

Róbert fiskar aftur tvær mínútur á Pólverja og við erum tveimur mönnum fleiri nánast út fyrri hálfleikinn.

17-10: Pólverjar skora með langskoti. Mínúta eftir af fyrri hálfleik.

17-9: Róbert skorar af línunni eftir sendingu Arons og fiskar Pólverja útaf í leiðinni.

Pólverjar kasta boltanum útaf og Ísland getur aftir komist átta mörkum yfir.

Snorri fær á sig sóknarbrot og Pólverjar geta minnkað muninn í sex mörk þegar tæpar þrjár mínútur eru eftir.

16 -9: Pólverjar skora úr vinstri horni manni fleiri.

16-8: Arnór skorar með langskoti.

Ólafur skýtur í stöngin en Alexander nær frákastinu.

Sverre er rekinn útaf í tvær mínútur en Ísland fær boltann og getum komið muninum upp í átta mörk þegar rúmar fimm mínútur eru eftir.

15-8: Róbert skorar af línunni eftir sendingu Snorra. Sex mínútur eftir.

Björgvin ver gegnumbrot og íslensku leikmennirnir kasta sér á frákastið.

14-8: Björgvin ver langskot og Guðjón Valur skorar úr hraðaupphlaupi. Hans sjötta mark í leiknum.

Aron fiskar tvær mínútur á Michael Jurecki en Íslendingar missa samt boltann. 8 mínútur eftir af fyrri hálfleik.

13-8: Pólverjar skora af línunni eftir sóknarfrákast.

13-7: Pólverjar skora af línunni og Róbert fær síðan á sig ruðning.

13-6: Pólverjar Ingimundur Ingimundarson skorar sitt annað mark úr hraðaupphlaupi eftir sendingu Ólafs fram.

Björgvin ver glæsilega á línunni en Aron tapar boltanum í sókninni. 20 mínútur búnar.

Leikhlé: Pólverjar taka leikhlé þegar 19 mínútu eru búnar af fyrri hálfleik. Íslenska liðið er að spila frábærlega.

12-6: Aron skorar með langskoti og Pólverjar skipta um markmann.

11 -6: Pólverjar skora úr hraðri sókn. 18 mínútur búnar.

11-5: Ólafur skorar með langskoti

Ingimundur vinnur boltann og Ísland getur komist sex mörkum yfir.

10-5: Guðjón Valur skorar úr hraðri sókn eftir sendingu Arnórs.

9-5: Pólverjar skora með langskoti

9-4: Snorri Steinn skorar af línu eftir sendingu Arnórs

Guðjón Valur skýtur í stöngina með langskoti en Pólverjar klikka úr horninu hinum megin.

8-4: Pólverjar skora með langskoti.

8-3: Guðjón Valur skorar úr hraðaupphlaupi eftir sendingu Björgvins. 14 mínútur búnar og þetta lítur mjög vel út.

Björgvin ver langskot og Polverjar skjóta síðan framhjá.

7-3: Arnór Atlason skorar með gegnumbroti. 12 og hálf mínúta búinn.

6-3: Pólverjar skora úr gegnumbroti.

6-2: Guðjón Valur skorar úr vinstra horninu.

Ingimundur fiskar tvær mínútur á Karol Bielecki sem hefur fengið tvo brottrekstra í leiknum eftir 11 mínútur.

Pólverjar fá á sig skref og aftur möguleiki á að komast fjórum mörkum yfir.

Ólafur Stefánsson lætur verja frá sér og hefur klikkað á fyrstu fjórum skotum sínum í leiknum.

Pólverjar fá á sig sóknarbrot.

5-2: Arnór Atlason skorar með langskoti.

4-2: Pólverjar skora með langskoti.

4-1: Guðjón Valur skorar með langskoti. 8 mínútur búnar.

Pólverjar skjóta framhjá og Ísland getur komist þremur mörkum yfir.

3-1: Pólverjar Alexander stelur boltanum enn einu sinni og Guðjón Valur skorar úr hraðaupphlaupi. Þriðja mark Íslands í röð.

2-1: Alexander fiskar ruðning og Ingimundur skorar úr hraðaupphlaupi.

1-1: Róbert Gunnnarsson skorar af línunni eftir sendingu Arnórs

Alexander Petersson stelur boltanum af Pólverjum

Björgvin ver af línunni en Szmal ver hinum megin frá Ólafi Stefánssyni og Ísland er ekki búið að skora eftir 4 og hálfa mínútu.

Ólafur Stefánsson á skot framhjá.

Pólverjar missa boltann eftir sóknarbrot.

Guðjón Valur lætur verja frá sér úr vinstra horninu.

Alexander fiskar tvær mínútur á Karol Bielecki.

0-1: Pólverjar fá víti og skora fyrsta markið.

Leikurin hafinn: Pólverjar byrja með boltann.

Byrjunarlið Íslands (vörn): Guðjón Valur Sigurðsson, Arnór Atlason, Ingimundur Ingimundarson, Sverre Jakobsson, Alexander Petersson, Ólafur Stefánsson. Björgvin Páll Gústavsson er í markinu.

Fyrir leik: Þetta er fyrsti leikur þjóðanna frá því í átta liða úrslitunum á Ólympíuleikunum í Peking 2008 en fram að þeim sigri hafði íslenska landsliðið tapað fjórum leikjum í röð á móti Póllandi.

Fyrir leik: Þegar Ísland vann 32-30 sigur á Póllandi í átta liða úrslitun Ólympíuleikanna lagði liðið grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik sem íslenska liðið vann 19-14.

Fyrir leik: Alexander Petersson var markahæstur á móti Pólverjum á Ólympíuleikum en hann skoraði þá 6 mörk úr 10 skotum. Mateusz Jachlewski og Grzegorz Tkaczyk voru þá markahæstir Pólverja með 6 mörk en Tkaczyk er ekki með á EM.

 
































































































































































































































































Fleiri fréttir

Sjá meira


×