Ráðherra ósammála bæjarstjórn um HSS 4. febrúar 2010 06:00 Álfheiður Ingadóttir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir fullkomlega raunhæft að sveitarfélagið taki yfir rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og verkefnið snúist ekki um fjármál sveitarfélaga. Heilbrigðisráðherra er því ósammála. Vegna niðurskurðar hjá HSS vill bæjarstjórn Reykjanesbæjar viðræður við stjórnvöld og sveitarfélög á Suðurnesjum um aðkomu eða yfirtöku á rekstri stofnunarinnar. Bókun þessa efnis var samþykkt af öllum bæjarfulltrúum í Reykjanesbæ á þriðjudagskvöld. „Þetta snýst um að gera samning við ríkið um að taka við þessu verkefni og treysta sér til að það fjármagn sem ríkið leggur til nýtist betur með okkur og starfsmönnum HSS en í gegnum ráðuneytið, tilskipanir þess og stöðugar breytingar á stefnu,“ segir Árni og tekur dæmi um misvísandi ákvarðanir þriggja heilbrigðisráðherra um rekstur skurðstofa á HSS. „Þetta verður að breytast og við treystum okkur til að halda úti stefnu fyrir stofnunina lengur en ríkið og ná fram hagræðingu með þeirri þekkingu sem hér er fyrir.“ Árni segir enga ástæðu til að halda að verkefnið sé stærra eða flóknara en þau verkefni sem sveitarfélagið sinnir nú þegar og nefnir rekstur grunnskólans sem dæmi. Hann segir það rétt að sveitarfélagið geti ekki tekið á sig fyrirætlaðan niðurskurð heldur sé hugsunin sú að fá það fjármagn sem ætlað var til HSS áður en niðurskurðarkrafan var sett fram. Það sé raunhæft í ljósi þess niðurskurðar sem HSS hefur þegar þurft að sæta. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra segist almennt hlynnt því að sveitarfélögin sinni sem mestu af nærþjónustunni en hér sé ekki rætt um lögbundið verkefni sveitarfélaga. „Þess vegna hlýtur maður fyrst að spyrja hvernig sveitarfélagið er fjárhagslega í stakk búið til þess að sinna þessari þjónustu. Miðað við fréttir frá eftirlitsstofnun sveitarfélaga og ársreikninga sveitarfélagsins þá held ég að öllum megi vera það ljóst að Reykjanesbær er ekki fær um að taka við þessari þjónustu sem er rekin með tapi og dregur eftir sér milljóna halla, því miður.“ Álfheiður segir að ósk um fjárframlag umfram fjárlög ársins 2010 sé óraunhæf. „Ég sé ekki hvar heilbrigðisráðuneytið ætti að taka 150 milljónir utan fjárlaga til að afhenda Reykjanesbæ.“ Hún segir að stjórnun HSS sé í höndum stofnunarinnar og á hennar ábyrgð. „Hendur stofnunarinnar eru bundnar af einu og það eru fjárlög.“svavar@frettabladid.is árni sigfússon Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Sjá meira
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir fullkomlega raunhæft að sveitarfélagið taki yfir rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og verkefnið snúist ekki um fjármál sveitarfélaga. Heilbrigðisráðherra er því ósammála. Vegna niðurskurðar hjá HSS vill bæjarstjórn Reykjanesbæjar viðræður við stjórnvöld og sveitarfélög á Suðurnesjum um aðkomu eða yfirtöku á rekstri stofnunarinnar. Bókun þessa efnis var samþykkt af öllum bæjarfulltrúum í Reykjanesbæ á þriðjudagskvöld. „Þetta snýst um að gera samning við ríkið um að taka við þessu verkefni og treysta sér til að það fjármagn sem ríkið leggur til nýtist betur með okkur og starfsmönnum HSS en í gegnum ráðuneytið, tilskipanir þess og stöðugar breytingar á stefnu,“ segir Árni og tekur dæmi um misvísandi ákvarðanir þriggja heilbrigðisráðherra um rekstur skurðstofa á HSS. „Þetta verður að breytast og við treystum okkur til að halda úti stefnu fyrir stofnunina lengur en ríkið og ná fram hagræðingu með þeirri þekkingu sem hér er fyrir.“ Árni segir enga ástæðu til að halda að verkefnið sé stærra eða flóknara en þau verkefni sem sveitarfélagið sinnir nú þegar og nefnir rekstur grunnskólans sem dæmi. Hann segir það rétt að sveitarfélagið geti ekki tekið á sig fyrirætlaðan niðurskurð heldur sé hugsunin sú að fá það fjármagn sem ætlað var til HSS áður en niðurskurðarkrafan var sett fram. Það sé raunhæft í ljósi þess niðurskurðar sem HSS hefur þegar þurft að sæta. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra segist almennt hlynnt því að sveitarfélögin sinni sem mestu af nærþjónustunni en hér sé ekki rætt um lögbundið verkefni sveitarfélaga. „Þess vegna hlýtur maður fyrst að spyrja hvernig sveitarfélagið er fjárhagslega í stakk búið til þess að sinna þessari þjónustu. Miðað við fréttir frá eftirlitsstofnun sveitarfélaga og ársreikninga sveitarfélagsins þá held ég að öllum megi vera það ljóst að Reykjanesbær er ekki fær um að taka við þessari þjónustu sem er rekin með tapi og dregur eftir sér milljóna halla, því miður.“ Álfheiður segir að ósk um fjárframlag umfram fjárlög ársins 2010 sé óraunhæf. „Ég sé ekki hvar heilbrigðisráðuneytið ætti að taka 150 milljónir utan fjárlaga til að afhenda Reykjanesbæ.“ Hún segir að stjórnun HSS sé í höndum stofnunarinnar og á hennar ábyrgð. „Hendur stofnunarinnar eru bundnar af einu og það eru fjárlög.“svavar@frettabladid.is árni sigfússon
Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Sjá meira