Ráðherra ósammála bæjarstjórn um HSS 4. febrúar 2010 06:00 Álfheiður Ingadóttir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir fullkomlega raunhæft að sveitarfélagið taki yfir rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og verkefnið snúist ekki um fjármál sveitarfélaga. Heilbrigðisráðherra er því ósammála. Vegna niðurskurðar hjá HSS vill bæjarstjórn Reykjanesbæjar viðræður við stjórnvöld og sveitarfélög á Suðurnesjum um aðkomu eða yfirtöku á rekstri stofnunarinnar. Bókun þessa efnis var samþykkt af öllum bæjarfulltrúum í Reykjanesbæ á þriðjudagskvöld. „Þetta snýst um að gera samning við ríkið um að taka við þessu verkefni og treysta sér til að það fjármagn sem ríkið leggur til nýtist betur með okkur og starfsmönnum HSS en í gegnum ráðuneytið, tilskipanir þess og stöðugar breytingar á stefnu,“ segir Árni og tekur dæmi um misvísandi ákvarðanir þriggja heilbrigðisráðherra um rekstur skurðstofa á HSS. „Þetta verður að breytast og við treystum okkur til að halda úti stefnu fyrir stofnunina lengur en ríkið og ná fram hagræðingu með þeirri þekkingu sem hér er fyrir.“ Árni segir enga ástæðu til að halda að verkefnið sé stærra eða flóknara en þau verkefni sem sveitarfélagið sinnir nú þegar og nefnir rekstur grunnskólans sem dæmi. Hann segir það rétt að sveitarfélagið geti ekki tekið á sig fyrirætlaðan niðurskurð heldur sé hugsunin sú að fá það fjármagn sem ætlað var til HSS áður en niðurskurðarkrafan var sett fram. Það sé raunhæft í ljósi þess niðurskurðar sem HSS hefur þegar þurft að sæta. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra segist almennt hlynnt því að sveitarfélögin sinni sem mestu af nærþjónustunni en hér sé ekki rætt um lögbundið verkefni sveitarfélaga. „Þess vegna hlýtur maður fyrst að spyrja hvernig sveitarfélagið er fjárhagslega í stakk búið til þess að sinna þessari þjónustu. Miðað við fréttir frá eftirlitsstofnun sveitarfélaga og ársreikninga sveitarfélagsins þá held ég að öllum megi vera það ljóst að Reykjanesbær er ekki fær um að taka við þessari þjónustu sem er rekin með tapi og dregur eftir sér milljóna halla, því miður.“ Álfheiður segir að ósk um fjárframlag umfram fjárlög ársins 2010 sé óraunhæf. „Ég sé ekki hvar heilbrigðisráðuneytið ætti að taka 150 milljónir utan fjárlaga til að afhenda Reykjanesbæ.“ Hún segir að stjórnun HSS sé í höndum stofnunarinnar og á hennar ábyrgð. „Hendur stofnunarinnar eru bundnar af einu og það eru fjárlög.“svavar@frettabladid.is árni sigfússon Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Sjá meira
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir fullkomlega raunhæft að sveitarfélagið taki yfir rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og verkefnið snúist ekki um fjármál sveitarfélaga. Heilbrigðisráðherra er því ósammála. Vegna niðurskurðar hjá HSS vill bæjarstjórn Reykjanesbæjar viðræður við stjórnvöld og sveitarfélög á Suðurnesjum um aðkomu eða yfirtöku á rekstri stofnunarinnar. Bókun þessa efnis var samþykkt af öllum bæjarfulltrúum í Reykjanesbæ á þriðjudagskvöld. „Þetta snýst um að gera samning við ríkið um að taka við þessu verkefni og treysta sér til að það fjármagn sem ríkið leggur til nýtist betur með okkur og starfsmönnum HSS en í gegnum ráðuneytið, tilskipanir þess og stöðugar breytingar á stefnu,“ segir Árni og tekur dæmi um misvísandi ákvarðanir þriggja heilbrigðisráðherra um rekstur skurðstofa á HSS. „Þetta verður að breytast og við treystum okkur til að halda úti stefnu fyrir stofnunina lengur en ríkið og ná fram hagræðingu með þeirri þekkingu sem hér er fyrir.“ Árni segir enga ástæðu til að halda að verkefnið sé stærra eða flóknara en þau verkefni sem sveitarfélagið sinnir nú þegar og nefnir rekstur grunnskólans sem dæmi. Hann segir það rétt að sveitarfélagið geti ekki tekið á sig fyrirætlaðan niðurskurð heldur sé hugsunin sú að fá það fjármagn sem ætlað var til HSS áður en niðurskurðarkrafan var sett fram. Það sé raunhæft í ljósi þess niðurskurðar sem HSS hefur þegar þurft að sæta. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra segist almennt hlynnt því að sveitarfélögin sinni sem mestu af nærþjónustunni en hér sé ekki rætt um lögbundið verkefni sveitarfélaga. „Þess vegna hlýtur maður fyrst að spyrja hvernig sveitarfélagið er fjárhagslega í stakk búið til þess að sinna þessari þjónustu. Miðað við fréttir frá eftirlitsstofnun sveitarfélaga og ársreikninga sveitarfélagsins þá held ég að öllum megi vera það ljóst að Reykjanesbær er ekki fær um að taka við þessari þjónustu sem er rekin með tapi og dregur eftir sér milljóna halla, því miður.“ Álfheiður segir að ósk um fjárframlag umfram fjárlög ársins 2010 sé óraunhæf. „Ég sé ekki hvar heilbrigðisráðuneytið ætti að taka 150 milljónir utan fjárlaga til að afhenda Reykjanesbæ.“ Hún segir að stjórnun HSS sé í höndum stofnunarinnar og á hennar ábyrgð. „Hendur stofnunarinnar eru bundnar af einu og það eru fjárlög.“svavar@frettabladid.is árni sigfússon
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent „Málið er fast“ Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Sjá meira