Ráðherra ósammála bæjarstjórn um HSS 4. febrúar 2010 06:00 Álfheiður Ingadóttir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir fullkomlega raunhæft að sveitarfélagið taki yfir rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og verkefnið snúist ekki um fjármál sveitarfélaga. Heilbrigðisráðherra er því ósammála. Vegna niðurskurðar hjá HSS vill bæjarstjórn Reykjanesbæjar viðræður við stjórnvöld og sveitarfélög á Suðurnesjum um aðkomu eða yfirtöku á rekstri stofnunarinnar. Bókun þessa efnis var samþykkt af öllum bæjarfulltrúum í Reykjanesbæ á þriðjudagskvöld. „Þetta snýst um að gera samning við ríkið um að taka við þessu verkefni og treysta sér til að það fjármagn sem ríkið leggur til nýtist betur með okkur og starfsmönnum HSS en í gegnum ráðuneytið, tilskipanir þess og stöðugar breytingar á stefnu,“ segir Árni og tekur dæmi um misvísandi ákvarðanir þriggja heilbrigðisráðherra um rekstur skurðstofa á HSS. „Þetta verður að breytast og við treystum okkur til að halda úti stefnu fyrir stofnunina lengur en ríkið og ná fram hagræðingu með þeirri þekkingu sem hér er fyrir.“ Árni segir enga ástæðu til að halda að verkefnið sé stærra eða flóknara en þau verkefni sem sveitarfélagið sinnir nú þegar og nefnir rekstur grunnskólans sem dæmi. Hann segir það rétt að sveitarfélagið geti ekki tekið á sig fyrirætlaðan niðurskurð heldur sé hugsunin sú að fá það fjármagn sem ætlað var til HSS áður en niðurskurðarkrafan var sett fram. Það sé raunhæft í ljósi þess niðurskurðar sem HSS hefur þegar þurft að sæta. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra segist almennt hlynnt því að sveitarfélögin sinni sem mestu af nærþjónustunni en hér sé ekki rætt um lögbundið verkefni sveitarfélaga. „Þess vegna hlýtur maður fyrst að spyrja hvernig sveitarfélagið er fjárhagslega í stakk búið til þess að sinna þessari þjónustu. Miðað við fréttir frá eftirlitsstofnun sveitarfélaga og ársreikninga sveitarfélagsins þá held ég að öllum megi vera það ljóst að Reykjanesbær er ekki fær um að taka við þessari þjónustu sem er rekin með tapi og dregur eftir sér milljóna halla, því miður.“ Álfheiður segir að ósk um fjárframlag umfram fjárlög ársins 2010 sé óraunhæf. „Ég sé ekki hvar heilbrigðisráðuneytið ætti að taka 150 milljónir utan fjárlaga til að afhenda Reykjanesbæ.“ Hún segir að stjórnun HSS sé í höndum stofnunarinnar og á hennar ábyrgð. „Hendur stofnunarinnar eru bundnar af einu og það eru fjárlög.“svavar@frettabladid.is árni sigfússon Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segir fullkomlega raunhæft að sveitarfélagið taki yfir rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og verkefnið snúist ekki um fjármál sveitarfélaga. Heilbrigðisráðherra er því ósammála. Vegna niðurskurðar hjá HSS vill bæjarstjórn Reykjanesbæjar viðræður við stjórnvöld og sveitarfélög á Suðurnesjum um aðkomu eða yfirtöku á rekstri stofnunarinnar. Bókun þessa efnis var samþykkt af öllum bæjarfulltrúum í Reykjanesbæ á þriðjudagskvöld. „Þetta snýst um að gera samning við ríkið um að taka við þessu verkefni og treysta sér til að það fjármagn sem ríkið leggur til nýtist betur með okkur og starfsmönnum HSS en í gegnum ráðuneytið, tilskipanir þess og stöðugar breytingar á stefnu,“ segir Árni og tekur dæmi um misvísandi ákvarðanir þriggja heilbrigðisráðherra um rekstur skurðstofa á HSS. „Þetta verður að breytast og við treystum okkur til að halda úti stefnu fyrir stofnunina lengur en ríkið og ná fram hagræðingu með þeirri þekkingu sem hér er fyrir.“ Árni segir enga ástæðu til að halda að verkefnið sé stærra eða flóknara en þau verkefni sem sveitarfélagið sinnir nú þegar og nefnir rekstur grunnskólans sem dæmi. Hann segir það rétt að sveitarfélagið geti ekki tekið á sig fyrirætlaðan niðurskurð heldur sé hugsunin sú að fá það fjármagn sem ætlað var til HSS áður en niðurskurðarkrafan var sett fram. Það sé raunhæft í ljósi þess niðurskurðar sem HSS hefur þegar þurft að sæta. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra segist almennt hlynnt því að sveitarfélögin sinni sem mestu af nærþjónustunni en hér sé ekki rætt um lögbundið verkefni sveitarfélaga. „Þess vegna hlýtur maður fyrst að spyrja hvernig sveitarfélagið er fjárhagslega í stakk búið til þess að sinna þessari þjónustu. Miðað við fréttir frá eftirlitsstofnun sveitarfélaga og ársreikninga sveitarfélagsins þá held ég að öllum megi vera það ljóst að Reykjanesbær er ekki fær um að taka við þessari þjónustu sem er rekin með tapi og dregur eftir sér milljóna halla, því miður.“ Álfheiður segir að ósk um fjárframlag umfram fjárlög ársins 2010 sé óraunhæf. „Ég sé ekki hvar heilbrigðisráðuneytið ætti að taka 150 milljónir utan fjárlaga til að afhenda Reykjanesbæ.“ Hún segir að stjórnun HSS sé í höndum stofnunarinnar og á hennar ábyrgð. „Hendur stofnunarinnar eru bundnar af einu og það eru fjárlög.“svavar@frettabladid.is árni sigfússon
Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira