BUGL: Bráðainnlögnum fjölgar um þriðjung Helga Arnardóttir skrifar 5. febrúar 2010 19:03 Bráðainnlögnum ungmenna á barna-og unglingageðdeild Landspítalans hefur fjölgað um rúmlega þriðjung síðustu þrjá mánuði. Innlagnir eru flestar vegna sjálfsvígstilrauna, sjálfsskaða, þunglyndis og kvíða. Geðlæknar eru órólegir yfir þessari þróun og óttast að efnahagsástandið sé farið að bitna á geðheilsu barna. Algengt hefur verið að bráðainnlagnir á barna- og unglingageðdeildina hafa verið 15-20 á mánuði. Það er þó sveiflukennt en síðustu þrjá mánuði hefur orðið breyting þar á því þær hafa farið upp í þrjátíu á mánuði. „Við veltum fyrir okkur hvað þarna sé á ferðinni, hvort þetta geti verið vísbending um að það sé aukið álag á barnafjölskyldur. Það komi þannig fram að þær sem standa höllum fæti fyrir og börn sem eru veikari fyrir þurfi á meiri aðstoð að halda og stundum bráðaþjónustu," segir Ólafur Ó. Guðmundsson yfirgeðlæknir á BUGL. Þetta eru flest ungmenni á aldrinum 13-18 ára þó aldurinn hafi farið allt niður í átta ára í örfáum tilvikum. „Hvað bráðamálin varðar þá er það oftast í tengslum við lífsleiða og uppgjöf eða sjálfsskaðahegðun og sjálfsvígstilraunir. Allt er þetta tengt alvarlegu þunglyndi, kvíða og þess háttar." Breyttar aðstæður barna geti valdið mikilli vanlíðan segir Ólafur. Þurfi börn að skipta um húsnæði vegna atvinnu-eða húsnæðismissis foreldra geti það oft skapað álag fyrir börn sem séu veik fyrir. Hann segir álag hafa aukist verulega á geðheilbrigðiskerfið. „Við óttumst að niðurskurðurinn sé kominn fram og vörum við því" Reynsla annarra þjóða sýni að niðurskurður á stuðningsúrræðum bitni verst á þeim séu veikir fyrir og geti gert vanda þeirra verri. Nú bíði hátt í tuttugu ungmenni í miklum vanda eftir innlögn á BUGL. Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira
Bráðainnlögnum ungmenna á barna-og unglingageðdeild Landspítalans hefur fjölgað um rúmlega þriðjung síðustu þrjá mánuði. Innlagnir eru flestar vegna sjálfsvígstilrauna, sjálfsskaða, þunglyndis og kvíða. Geðlæknar eru órólegir yfir þessari þróun og óttast að efnahagsástandið sé farið að bitna á geðheilsu barna. Algengt hefur verið að bráðainnlagnir á barna- og unglingageðdeildina hafa verið 15-20 á mánuði. Það er þó sveiflukennt en síðustu þrjá mánuði hefur orðið breyting þar á því þær hafa farið upp í þrjátíu á mánuði. „Við veltum fyrir okkur hvað þarna sé á ferðinni, hvort þetta geti verið vísbending um að það sé aukið álag á barnafjölskyldur. Það komi þannig fram að þær sem standa höllum fæti fyrir og börn sem eru veikari fyrir þurfi á meiri aðstoð að halda og stundum bráðaþjónustu," segir Ólafur Ó. Guðmundsson yfirgeðlæknir á BUGL. Þetta eru flest ungmenni á aldrinum 13-18 ára þó aldurinn hafi farið allt niður í átta ára í örfáum tilvikum. „Hvað bráðamálin varðar þá er það oftast í tengslum við lífsleiða og uppgjöf eða sjálfsskaðahegðun og sjálfsvígstilraunir. Allt er þetta tengt alvarlegu þunglyndi, kvíða og þess háttar." Breyttar aðstæður barna geti valdið mikilli vanlíðan segir Ólafur. Þurfi börn að skipta um húsnæði vegna atvinnu-eða húsnæðismissis foreldra geti það oft skapað álag fyrir börn sem séu veik fyrir. Hann segir álag hafa aukist verulega á geðheilbrigðiskerfið. „Við óttumst að niðurskurðurinn sé kominn fram og vörum við því" Reynsla annarra þjóða sýni að niðurskurður á stuðningsúrræðum bitni verst á þeim séu veikir fyrir og geti gert vanda þeirra verri. Nú bíði hátt í tuttugu ungmenni í miklum vanda eftir innlögn á BUGL.
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Fleiri fréttir „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Sjá meira