Erlent

Beitti dóttur vatnspyntingum

Óli Tynes skrifar
„Þvottabrettið“ ere talin árangursrík pyntingaraðferð.
„Þvottabrettið“ ere talin árangursrík pyntingaraðferð.

Bandarískur faðir hefur verið handtekinn fyrir að beita fjögurra ára gamla dóttur sína vatnspyntingum vegna þess að hún vildi ekki fara með stafrófið fyrir hann.

Hinn 27 ára gamli Joshua Tabor byrjaði á því að berja barnið. Síðan lögðu hann og kærasta hans telpuna á eldhúsborðið með höfuðið yfir vaskinum og kaffærðu hana þrisvar eða fjórumsinnum.

Tabor sagði lögreglunni að telpan væri vatnshrædd og hefði barist um til þess að reyna að losna. Lögreglumaður sagði að Tabor hefði sagt þetta blátt áfram eins og honum þætti ekkert óeðlilegt við slíka refsingu.

Kærasta föðurins sagði að telpan væri blá og marin á bakinu eftir barsmíðar og að hún hefði lokað sig inni í skáp til þess að fela sig fyrir föðurnum.

Tabor er hermaður og miklar deilur hafa staðið innan hersins um pyntingaaðferð sem kölluð er þvottabrettið. Þar er fólki haldið niðri eða það bundið á bretti og vatni hellt yfir vit þess svo því finnst það vera að drukkna.

Joshua Tabor kemur fyrir rétt 16. febrúar ákærður fyrir árás á barn.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×