Innlent

Engin fíkniefni í Tækniskólanum

Hátt í þúsund nemendur voru í Tækniskólanum á Frakkastíg þegar lögreglan ásamt fíkniefnahundum leituðu á nemendum í hádeginu í dag. Að sögn Aðalheiðar Sigursveinsdóttir, samskiptastjóra skólans, þá fundust engin fíkniefni og gekk átakið vonum framar.

„Þetta gekk vonum framar og er frábær forvörn," sagði Aðalheiður en þrír hundar og átta lögreglumenn auk tollvarða og fulltrúa barnaverndaryfirvalda leituðu að fíkniefnum á nemendum í skólanum en fjölmargir framhaldsskólar hafa gert slíkt hið sama að sögn Aðalheiðar og gefið góða raun.

Leitin hófst um hádegisbilið og var þá öllum útgönguleiðum lokað fyrir utan eina en þar beið lögreglumaður ásamt fíkniefnahundi. Engin fíkniefni fundust og var enginn nemandi handtekinn að sögn Aðalheiðar.




Tengdar fréttir

Leitað að dópi í Tækniskólanum

Nokkuð lið lögreglu og tollvarða leitaði að fíkniefnum í Tækniskólanum á Skólavörðuholti í dag. Samkvæmt upplýsingum frá skólanum var óskað eftir liðsinni lögreglunnar en leitin er liður í forvarnastarfi skólans. Þrír hundar voru notaðir í leitinni og var öllum inngangum skólans, utan einum, lokað. Ekki er ljóst hvort fíkniefnaleitarhundarnir hafi haft eitthvað upp úr krafsinu á meðal nemenda skólans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×