Innlent

Ákærendafélag Íslands gerir athugasemd við frétt

Helgi Magnús Gunnarsson.
Helgi Magnús Gunnarsson.

Helgi Magnús Gunnarsson, formaður Ákærendafélags Íslands, sem lætur sig varða starfsumhverfi ákærenda, hefur fyrir hönd félagsins gert eftirfarandi athugasemdir við frétt sem birtist á Vísi 3. febrúar síðastliðinn. Athugasemdirnar birtast hér að neðan:

„Í tilefni af frétt á vef Visir.is 3. febrúar sl. sem ber yfirskriftina „Segir saksóknara brjóta lög um meðferð sakamála" vill Ákærendafélag Íslands koma á framfæri eftirfarandi athugasemdum.

Af lestri umræddrar fréttar má draga þá ályktun að ásakanir verjanda sakbornings Vilhjálms H. Vilhjálmssonar um að ákæra í þargreindu máli hafi verið afhent fjölmiðlum fyrir birtingu hennar, séu í garð Kolbrúnar Sævarsdóttur saksóknara sem undirritaði ákæruna f.h. embættis Ríkissaksóknara. Verður ekki séð af lestri fréttarinnar að fyrirsögn hennar um að lögmaðurinn segi saksóknara brjóta lög um meðferð sakamála, séu frá honum komin. Hið rétta er að ákæran í málinu var send Lögreglustjóranum á Suðurnesjum til meðferðar eftir að ríkissaksóknari gaf ákæruna út. Þegar ríkissaksóknari felur lögreglustjórum meðferð mála annast þeir birtingu fyrirkalla og sókn málsins fyrir dómi. Kolbrún Sævarsdóttir hafði því engin frekari afskipti af meðferð málsins eftir að hún gaf út ákæruna, né birtingu ákærunnar. Þetta hlýtur lögmaðurinn að vita.

Varðandi fullyrðingar um að ákærendur málsins hafi afhent ákæruna til fjölmiðla fyrir birtingu var þess ekki getið að fleiri en ákæruvaldið og héraðsdómur sem höfðu ákæruna undir höndum enda voru tveir menn ákærðir í málinu með sömu ákæru."






Tengdar fréttir

Segir ákæruvaldið brjóta lög um meðferð sakamála

Lögmaður Ólafs Gottskálkssonar, sem ákærður hefur verið fyrir rán í Reykjanesbæ, reiknar með því að farið verði fram á opinbera rannsókn til þess að komast að því hvernig Fréttablaðið gat birt frétt um ákæruna gegn Ólafi fimm dögum áður en hún var birt honum formlega. Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður Ólafs segir um klárt brot á lögum um meðferð sakamála að ræða.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×