Erlent

Ætla að hjálpa Grikklandi -og evrunni

Óli Tynes skrifar

Evrópusambandið hefur náð samkomulagi um að hjálpa Grikklandi út úr skuldasúpunni sem er að sliga landið.

Ekki hefur verið greint frá í smáatriðum hvernig það verður gert en nefnt að stöndug ríki eins og Þýskaland gætu keypt upp skuldir gríska ríkissjóðsins eða ábyrgst lán.

Ljóst er að það er ekki aðeins umhyggja fyrir Grikkjum sem ræður för heldur einnig umhyggja fyrir evrunni hjá þeim ríkjum sem hana nota.

Hún hefur verið undir miklum þrýstingi vegna þessa máls.

Alastair Darling fjármálaráðherra Bretlands sagði til dæmis í dag að ekki kæmi til greina að Bretar legðu Grikkjum til fé.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×