Fólk í miklum vanskilum skemmir bílana 11. febrúar 2010 08:10 Vanskil einstaklinga og fyrirtækja með bíla í rekstrarleigu hafa aukist milli ára. Dæmi eru um að viðskiptavinir skemmi bíla og taki vélarhluta úr þeim áður en þeim er skilað.„Við reynum að bregðast við vanda viðskiptavina okkar. En oft dugir það ekki til. Við getum ekki gert meira en í boði er," segir Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri SP-Fjármögnunar. Hann er langþreyttur á háværum mótmælum viðskiptavina eignaleigufyrirtækja. Nokkrir hinna háværustu hafa lengi glímt við fjármagnserfiðleika, sumir ekki greitt fyrstu afborgun af rekstrarleigu en koma fram í fjölmiðlum sem fórnarlömb, að hans sögn.Talið er að í kringum sextíu þúsund bílar séu í rekstrarleigu hjá einstaklingum og fyrirtækjum í landinu. Kjartan segir vanskil hafa aukist en vill hvorki nefna breytingu á milli ára né hversu marga bíla SP-Fjármögnun hafi tekið af fólki. Hann segir suma viðskiptavini trega til að láta bílana af hendi.Dæmi eru um að viðskiptavinir SP-Fjármögnunar hafi skemmt bíla sem þeir höfðu í leigu áður en fyrirtækið gekk að þeim. Í sumum tilvikum eru þeir gjörónýtir. Á borði Kjartans eru nú þrjú mál af þessum toga. Þar er um að ræða tvo vélsleða og Porsche-sportbíl, sem búið er að taka vélar úr, og nýlegan Volvo, sem dekkin hafa verið tekin undan. Þá leikur grunur á að bílar sem ekki finnast hafi verið sendir úr landi. „Það er hreinn og klár þjófnaður," segir hann.Forsvarsmenn annarra eignaleiga segja vanskil hafa aukist og einhverjar skemmdir unnar á bílunum. Halldór Jörgensson, forstjóri Lýsingar, segir alltaf eitthvað um þær.Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant, bendir á að misjafn sauður sé í mörgu fé. Hann vill þó ekki taka undir að viðskiptavinir skemmi bíla í rekstrarleigu. „Það koma alltaf upp tilvik sem við myndum vilja hafa öðruvísi," segir hann. Þótt vanskil hafi aukist milli ára sé það í hlutfalli við mikla fjölgun lánasamninga, að hans sögn. -Jonab Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Vanskil einstaklinga og fyrirtækja með bíla í rekstrarleigu hafa aukist milli ára. Dæmi eru um að viðskiptavinir skemmi bíla og taki vélarhluta úr þeim áður en þeim er skilað.„Við reynum að bregðast við vanda viðskiptavina okkar. En oft dugir það ekki til. Við getum ekki gert meira en í boði er," segir Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri SP-Fjármögnunar. Hann er langþreyttur á háværum mótmælum viðskiptavina eignaleigufyrirtækja. Nokkrir hinna háværustu hafa lengi glímt við fjármagnserfiðleika, sumir ekki greitt fyrstu afborgun af rekstrarleigu en koma fram í fjölmiðlum sem fórnarlömb, að hans sögn.Talið er að í kringum sextíu þúsund bílar séu í rekstrarleigu hjá einstaklingum og fyrirtækjum í landinu. Kjartan segir vanskil hafa aukist en vill hvorki nefna breytingu á milli ára né hversu marga bíla SP-Fjármögnun hafi tekið af fólki. Hann segir suma viðskiptavini trega til að láta bílana af hendi.Dæmi eru um að viðskiptavinir SP-Fjármögnunar hafi skemmt bíla sem þeir höfðu í leigu áður en fyrirtækið gekk að þeim. Í sumum tilvikum eru þeir gjörónýtir. Á borði Kjartans eru nú þrjú mál af þessum toga. Þar er um að ræða tvo vélsleða og Porsche-sportbíl, sem búið er að taka vélar úr, og nýlegan Volvo, sem dekkin hafa verið tekin undan. Þá leikur grunur á að bílar sem ekki finnast hafi verið sendir úr landi. „Það er hreinn og klár þjófnaður," segir hann.Forsvarsmenn annarra eignaleiga segja vanskil hafa aukist og einhverjar skemmdir unnar á bílunum. Halldór Jörgensson, forstjóri Lýsingar, segir alltaf eitthvað um þær.Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant, bendir á að misjafn sauður sé í mörgu fé. Hann vill þó ekki taka undir að viðskiptavinir skemmi bíla í rekstrarleigu. „Það koma alltaf upp tilvik sem við myndum vilja hafa öðruvísi," segir hann. Þótt vanskil hafi aukist milli ára sé það í hlutfalli við mikla fjölgun lánasamninga, að hans sögn. -Jonab
Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira