Kröfur á Kjalar afskrifaðar í efnahagsreikningi Arion banka Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. febrúar 2010 12:05 Ólafur Ólafsson. Skuldir Kjalars við Arion banka hafa verið afskrifaðar að nánast öllu leyti í bókum Arion banka en fyrirtækið skuldaði bankanum 88 milljarða króna á núvirði. Taka ber skýrt fram að þetta þýðir ekki að bankinn mun ekki að reyna að efna kröfuna á Kjalar. Samkvæmt lánabók Kaupþings banka skulduðu félög tengd Ólafi Ólafssyni alls 115 milljarða króna í september 2008. Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að skuldir Kjalars við Arion banka, sem voru 88 milljarðar króna, hafi nú verið afskrifaðar nánast að öllu leyti í efnahagsreikningi bankans. Áttatíu og átta milljarðar króna eru í grófum dráttum jafnvirði 2500 fjögurra herbergja íbúða á góðum stað í Reykjavík. Félag Ólafs og stjórnenda Samskipa, SMT Partners BV, gerði nýlega samning um endurskipulagningu Samskipa sem fól í sér að fyrirtækið eignaðist Samskip gegn því að leggja fram nokkuð hundruð milljónir króna. SMT Partners er skráð í Hollandi og þaðan er viðskeytið B.V til komið en hlutafélög þar í landi eru skráð með þessum hætti. Ekki er óeðlilegt að almenningur velti því nú fyrir sér hvers vegna Ólafur, sem hefur stöðu sakbornings í rannsókn sérstaks saksóknara á hlutabréfakaupum sjeiksins Al-Thani í Kaupþingi, hafi fengið að kaupa Samskip á meðan bankinn gerir ekki ráð fyrir að fá neitt upp í 88 milljarða króna kröfu á hendur félagi í hans eigu. Arion banki hefur svarað þessu til þannig að í tilfelli Samskipa hafi engar skuldir verið afskrifaðar og að um hafi verið að ræða ferli sem fól í sér aðkomu margra kröfuhafa sem hafi talið hag sínum best borgið með þeirri niðurstöðu að afhenda Ólafi Samskip á ný. Endurskipulagningarferli Samskipa var leitt af Fortis-bankanum sem átti veðtryggðar kröfur á Samskip. Samskip fékk lán hjá Kaupþingi á sínum tíma sem var ekki jafn vel veðtryggt og lán Fortis-banka, en um var að ræða tengda aðila þar sem eigandi Samskipa, Ólafur Ólafsson, var næststærsti hluthafi Kaupþings. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Skuldir Kjalars við Arion banka hafa verið afskrifaðar að nánast öllu leyti í bókum Arion banka en fyrirtækið skuldaði bankanum 88 milljarða króna á núvirði. Taka ber skýrt fram að þetta þýðir ekki að bankinn mun ekki að reyna að efna kröfuna á Kjalar. Samkvæmt lánabók Kaupþings banka skulduðu félög tengd Ólafi Ólafssyni alls 115 milljarða króna í september 2008. Viðskiptablaðið greinir frá því í dag að skuldir Kjalars við Arion banka, sem voru 88 milljarðar króna, hafi nú verið afskrifaðar nánast að öllu leyti í efnahagsreikningi bankans. Áttatíu og átta milljarðar króna eru í grófum dráttum jafnvirði 2500 fjögurra herbergja íbúða á góðum stað í Reykjavík. Félag Ólafs og stjórnenda Samskipa, SMT Partners BV, gerði nýlega samning um endurskipulagningu Samskipa sem fól í sér að fyrirtækið eignaðist Samskip gegn því að leggja fram nokkuð hundruð milljónir króna. SMT Partners er skráð í Hollandi og þaðan er viðskeytið B.V til komið en hlutafélög þar í landi eru skráð með þessum hætti. Ekki er óeðlilegt að almenningur velti því nú fyrir sér hvers vegna Ólafur, sem hefur stöðu sakbornings í rannsókn sérstaks saksóknara á hlutabréfakaupum sjeiksins Al-Thani í Kaupþingi, hafi fengið að kaupa Samskip á meðan bankinn gerir ekki ráð fyrir að fá neitt upp í 88 milljarða króna kröfu á hendur félagi í hans eigu. Arion banki hefur svarað þessu til þannig að í tilfelli Samskipa hafi engar skuldir verið afskrifaðar og að um hafi verið að ræða ferli sem fól í sér aðkomu margra kröfuhafa sem hafi talið hag sínum best borgið með þeirri niðurstöðu að afhenda Ólafi Samskip á ný. Endurskipulagningarferli Samskipa var leitt af Fortis-bankanum sem átti veðtryggðar kröfur á Samskip. Samskip fékk lán hjá Kaupþingi á sínum tíma sem var ekki jafn vel veðtryggt og lán Fortis-banka, en um var að ræða tengda aðila þar sem eigandi Samskipa, Ólafur Ólafsson, var næststærsti hluthafi Kaupþings.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent