Viðskipti innlent

Fyrstu prófanir á ljósdíóðulömpum lofa góðu

Á myndinni má sjá paprikuplöntur eftir tveggja vikna lýsingu undir lömpunum.
Á myndinni má sjá paprikuplöntur eftir tveggja vikna lýsingu undir lömpunum.
Vistvæn Orka ehf. hefur lokið fyrsta áfanga í prófunum á ljósdíóðulömpum sínum. Nokkrir LED ljósdíóðulampar hafa hafa verið í prófunum í tilraunagróðurhúsi LBHÍ að Reykjum, Ölfusi frá því í byrjun desember 2009. Lamparnir sem eru vatnskældir hafa staðist allar væntingar um stöðugt ljósmagn, orku- og kæliþörf.

Í tilkynningu segir að Orkusetur iðnaðarráðuneytisins og Vistvæn Orka ehf hófu samstarf árið 2009 um smíði og prófanir á ljósdíóðulömpum sem þróaðir eru á Íslandi. Fyrirtækið Vistvæn Orka ehf. hefur unnið að þróun hagkvæmra gróðurhúsalampa sem byggja á LED ljósdíóðutækni og ætlaðir eru fyrir garðyrkjubændur sem hafa blóma- og matjurtarækt að atvinnu.

„Meðal nýjunga er hár endingartími, eða allt að 100.000 klst., mikill raforkusparnaður í samanburði við háþrýsta natríumlampa (HPS) og svo er innbyggð þjófavörn í kælikerfi lampanna.

Í lok janúar hófust síðan ræktunarprófanir á papriku í tilraunagróðurhúsinu sem munu standa yfir fram á sumar. Fyrstu paprikuplönturnar dafna vel undir LED ljósdíóðulömpunum og verða margvíslegar mælingar framkvæmdar meðan á tilrauninni stendur.

Með ljósdíóðulömpunum gæti verið mögulegt að ná fram verulegum orkusparnaði sem dregur úr rekstrarkostnaði garðyrkjustöðva og lækkar jafnframt framtíðarniðurgreiðslur ríkisins. Orkusetur mun birta allar niðurstöður og kynna fyrir garðyrkjubændum um leið og staðfest tölfræðigögn liggja fyrir," segir í tilkynningunni.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×