Viðskipti innlent

Lánafyrirtæki fara líklegast á hausinn

Viðbúið er að einhver lánafyrirtæki verði gjaldþrota komist hæstiréttur að sömu niðurstöðu og héraðsdómur Reykavíkur. Hagfræðingur telur líklegt að bankarnir þurfi að afskrifa milljarða.

Lánastofnanir neyðast til að afskrifa stórar upphæðir fallist Hæstiréttur á niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur. Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra segir að þá verði það kröfuhafar bankanna, eigendur eignaleigufyrirtækjanna, sem verða bera skellinn af því en ekki ríkið. „Það er ekki almeningur í landinu sem mun bera kostnað af því heldur þeir sem til þessara lána stofnuðu og það væri þá eðlilegi niðurstaða."

En getur bankakerfið tekið sig slíkan skell? „Ég held að það verði engin vandi því samfara að takast á við það ef þessi lán reynast ekki eiga sér forsendur," segir Árni. „Það kann að vera að í einhverjum tilvikum séu þessi lán það stór hluti af starfsemi fyrirtækjanna að þau lifi það ekki af en það eru þá ekki fyrstu fyrirtækin sem fara á hausinn vegna þess að þau búa við fallnar forsendur í þessu landi."

Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, telur að besta leiðin væri að breyta myntkörfulánum í hefðbundin krónulán. „Þá reikna ég með því að þetta yrði ekki verulegt tjón," segir Guðmundur og telur að tjónið verði talið í milljörðum en ekki tugum milljarða. Bankarnir geta hins vegar ekki afskrifað lánin að fullu segir Guðmundur. „En ef það mundi gerast að bankarnir þurfi að bera allt þetta sjálfir þá hefur einn útibúisstjóri sagt við mig að þá kæmi bara nýtt bankahrun. Það er kannski allt í lagi, við erum orðnir vanir því að takast á við það," segir Guðmundur Ólafsson.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×