Kannað hvers vegna hópurinn fór á Langjökul Gissur Sigurðsson skrifar 15. febrúar 2010 12:00 Ólafur Helgi Kjartansson segir að málið verði rannsakað. Mynd/ GVA. Sýslumaðurinn í Árnessýslu segir að rannsakað verði af hverju farið var með ferðamannahóp á Langjökul í gær, þrátt fyrir afleita veðurspá. Skoska ferðakonan, sem björgunarsveitarmenn fundu á jöklinum í nótt er til aðhlynningar á Landsspítalanum, en sonur hennar hefur náð sér eftir hrakningana. Konan, sem er 48 ára og 12 ára sonur hennar, sem voru saman á vélsleða, urðu viðskila við samferðafólk sitt síðdegis, en þá var óveðrið skollið á. Björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu, Norður-, Vestur-, og Suðurlandi voru kallaðir út og fjöldi snjóbíla var sendur á vettvang. Það var svo á örðum tímanum sem mæðginin fundust fyrir algera tilviljun miðað við aðstæður, að sögn leitarmanna, þar sem búið var að fara um þessar slóðir áður. Þau voru þá aðeins nokkra tugi metra út af fyrirhugaðri leið og héldu þar kyrru fyrir. Þau höfðu skýlt sér við sleðann auk þess sem móðirin skýldi syninum. Hún var því orðin mjög köld þegar þau fundust og voru flutt í björgunarsveitarbíl á Landspítalann í Fossvogi, þangað sem þau komu rétt fyrir klukkan sex í morgun. Á leiðinni voru þau hlýjuð upp og var drengurinn fljótur að ná sér, en konan mun dvelja eitthvað áfram á sjúkrahúsinu á meðan hún er að jafna sig. Hún hlaut lítilsháttar kal á fingrum. Yfir 300 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni og var fögnuður þeirra mikill þegar mæðginin fundust. Til stóð að efla leitina enn með morgninum og ætlaði Landhelgisgæslan líka að senda bæði flugvél og þyrlu, strax í birtingu. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi segir að engar opinberar sérreglur gildi um svona ferðir, en skoðað verði hvernig þetta gat gerst, í ljósi allra viðvarana um illviðri í aðsigi. Jafnframt vildi hann þakka björgunarmönnum óeigingjörn störf við hættulegar aðstæður.- Tengdar fréttir Leitin stendur enn yfir - tæplega 300 manns taka þátt Leit stendur enn yfir að konu og unglingi á Langjökli en fólkið varð viðskila við ferðafélaga sína í vélsleðaferð. Að sögn Ólafar Snæhólm, upplýsingafulltrúa Landsbjargar eru um 270 björgunarsveitarmenn við leitina en veður er slæmt og skyggni lítið á leitarsvæðinu. Síðast sást til fólksins við Skálpanes. 14. febrúar 2010 20:55 Leitað að vélsleðamönnum á Langjökli Björgunarsveitir Landsbjargar hafa verið kallaðar út ásamt þyrlu frá Landhelgisgæslunni til þess að leita að tveimur vélsleðamönnum sem urðu viðskila við hóp sleðamanna á Langjökli í dag. 14. febrúar 2010 18:27 Mæðgin fundin á Langjökli Björgunarsveitarmenn fundu skoska ferðakonu og 12 ára son hennar, sem saknað hafði verið á Langjökli frá því klukkan hálf sex í gærkvöldi, að þau urðu viðskila við samferðafólk sitt, en hópurinn var á vélsleðum. 15. febrúar 2010 06:51 150 manns taka þátt í leitinni á Langjökli Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leita nú að konu og unglingi sem voru í vélsleðaferð með hópi á Langjökli og urðu viðskila við hann. 14. febrúar 2010 19:18 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Sýslumaðurinn í Árnessýslu segir að rannsakað verði af hverju farið var með ferðamannahóp á Langjökul í gær, þrátt fyrir afleita veðurspá. Skoska ferðakonan, sem björgunarsveitarmenn fundu á jöklinum í nótt er til aðhlynningar á Landsspítalanum, en sonur hennar hefur náð sér eftir hrakningana. Konan, sem er 48 ára og 12 ára sonur hennar, sem voru saman á vélsleða, urðu viðskila við samferðafólk sitt síðdegis, en þá var óveðrið skollið á. Björgunarsveitarmenn af höfuðborgarsvæðinu, Norður-, Vestur-, og Suðurlandi voru kallaðir út og fjöldi snjóbíla var sendur á vettvang. Það var svo á örðum tímanum sem mæðginin fundust fyrir algera tilviljun miðað við aðstæður, að sögn leitarmanna, þar sem búið var að fara um þessar slóðir áður. Þau voru þá aðeins nokkra tugi metra út af fyrirhugaðri leið og héldu þar kyrru fyrir. Þau höfðu skýlt sér við sleðann auk þess sem móðirin skýldi syninum. Hún var því orðin mjög köld þegar þau fundust og voru flutt í björgunarsveitarbíl á Landspítalann í Fossvogi, þangað sem þau komu rétt fyrir klukkan sex í morgun. Á leiðinni voru þau hlýjuð upp og var drengurinn fljótur að ná sér, en konan mun dvelja eitthvað áfram á sjúkrahúsinu á meðan hún er að jafna sig. Hún hlaut lítilsháttar kal á fingrum. Yfir 300 björgunarsveitarmenn tóku þátt í leitinni og var fögnuður þeirra mikill þegar mæðginin fundust. Til stóð að efla leitina enn með morgninum og ætlaði Landhelgisgæslan líka að senda bæði flugvél og þyrlu, strax í birtingu. Ólafur Helgi Kjartansson sýslumaður á Selfossi segir að engar opinberar sérreglur gildi um svona ferðir, en skoðað verði hvernig þetta gat gerst, í ljósi allra viðvarana um illviðri í aðsigi. Jafnframt vildi hann þakka björgunarmönnum óeigingjörn störf við hættulegar aðstæður.-
Tengdar fréttir Leitin stendur enn yfir - tæplega 300 manns taka þátt Leit stendur enn yfir að konu og unglingi á Langjökli en fólkið varð viðskila við ferðafélaga sína í vélsleðaferð. Að sögn Ólafar Snæhólm, upplýsingafulltrúa Landsbjargar eru um 270 björgunarsveitarmenn við leitina en veður er slæmt og skyggni lítið á leitarsvæðinu. Síðast sást til fólksins við Skálpanes. 14. febrúar 2010 20:55 Leitað að vélsleðamönnum á Langjökli Björgunarsveitir Landsbjargar hafa verið kallaðar út ásamt þyrlu frá Landhelgisgæslunni til þess að leita að tveimur vélsleðamönnum sem urðu viðskila við hóp sleðamanna á Langjökli í dag. 14. febrúar 2010 18:27 Mæðgin fundin á Langjökli Björgunarsveitarmenn fundu skoska ferðakonu og 12 ára son hennar, sem saknað hafði verið á Langjökli frá því klukkan hálf sex í gærkvöldi, að þau urðu viðskila við samferðafólk sitt, en hópurinn var á vélsleðum. 15. febrúar 2010 06:51 150 manns taka þátt í leitinni á Langjökli Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leita nú að konu og unglingi sem voru í vélsleðaferð með hópi á Langjökli og urðu viðskila við hann. 14. febrúar 2010 19:18 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Leitin stendur enn yfir - tæplega 300 manns taka þátt Leit stendur enn yfir að konu og unglingi á Langjökli en fólkið varð viðskila við ferðafélaga sína í vélsleðaferð. Að sögn Ólafar Snæhólm, upplýsingafulltrúa Landsbjargar eru um 270 björgunarsveitarmenn við leitina en veður er slæmt og skyggni lítið á leitarsvæðinu. Síðast sást til fólksins við Skálpanes. 14. febrúar 2010 20:55
Leitað að vélsleðamönnum á Langjökli Björgunarsveitir Landsbjargar hafa verið kallaðar út ásamt þyrlu frá Landhelgisgæslunni til þess að leita að tveimur vélsleðamönnum sem urðu viðskila við hóp sleðamanna á Langjökli í dag. 14. febrúar 2010 18:27
Mæðgin fundin á Langjökli Björgunarsveitarmenn fundu skoska ferðakonu og 12 ára son hennar, sem saknað hafði verið á Langjökli frá því klukkan hálf sex í gærkvöldi, að þau urðu viðskila við samferðafólk sitt, en hópurinn var á vélsleðum. 15. febrúar 2010 06:51
150 manns taka þátt í leitinni á Langjökli Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar leita nú að konu og unglingi sem voru í vélsleðaferð með hópi á Langjökli og urðu viðskila við hann. 14. febrúar 2010 19:18