Innlent

Össur ósáttur við kanadískan starfsbróður

Mynd/Anton Brink

„Ég er óánægður með þessa ákvörðun," segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, aðspurður um þá ákvörðun utanríkisráðherra Kanada að bjóða einungis strandríkjum Norðurskautsráðsins til fundar í Quebec í Kanada í mars.

Kanada fer fyrir Norðurskautsráði um þessar mundir. Lawrence Cannon, utanríkisráðherra landsins, boðaði nýverið Noreg, Rússland, Bandaríkin og Danmörku, vegna Grænlands, til fundar til að ræða efnahagsþróun á svæðinu.

Auk Íslands eiga Finnland og Svíþjóð einnig sæti í Norðurskautsráði. Össur segir að boða hafi átt ríkin á fundinn.

„Ég tel að þetta sé röng leið. Kanada ætti frekar að reyna að ná samkomulagi og samstöðu meðal allra ríkja innan Norðurskautsráðsins," hefur kanadíska fréttastofan CBC eftir Össuri í dag.

Leiðtogar inúíta hafa einnig lýst yfir óánægju sinni með að hafa ekki verið boðið á fundinn í Quebec.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×