Kannabisrest í dós á klóinu 16. febrúar 2010 06:00 Tækniháskólinn Leit lögreglu að fíkniefnum í Tækniskólanum síðastliðinn fimmtudag vakti mikla athygli. Hún fór fram að beiðni skólayfirvalda. Fremur fátítt er að beðið sé um slíka leit. Fréttablaðið/Pjetur Leifar af kannabisefnum fundust í dós inni á salerni Tækniskólans síðastliðinn fimmtudag, þegar lögregla leitaði í húsnæðinu með þrem fíkniefnaleitarhundum, að beiðni skólayfirvalda. Þetta staðfestir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir jafnframt að staðfestur orðrómur hafi verið um að nemendur úr grunnskólanum við hlið Tækniskólans hafi leitað inn í Tækniskólann til að komast í fíkniefni hjá einhverjum af eldri nemendum þar. Sterk vísbending sem komið hafi til kasta forvarnafulltrúa lögreglunnar hefði gefið tilefni til að þessi mál voru tekin föstum tökum í grunnskólanum. Jafnframt að það hafi þótt ástæða til að athuga Tækniskólann í ljósi þessara upplýsinga. Fíkniefnaleitin í Tækniskólanum vakti mikla athygli. Baldur Gíslason, skólameistari, sagði við það tilefni við Fréttablaðið að verið væri að fylgja fordæmi annarra skóla í forvarnaskyni en fjöldi skóla hefði látið gera fíkniefnaleit innan sinna vébanda. Enginn sérstakur grunur hafi verið til staðar um fíkniefnaneyslu í Tækniskólanum. Ekkert hefði fundist og niðurstaðan væri ánægjuleg. „Í niðurstöðu samantektar hjá okkur um tíðni fíkniefnaleita í framhaldsskólum eru það einn til tveir skólar á ári, frá árinu 2007, sem biðja lögreglu um slíka leit," segir Geir Jón. „Það er einungis farið í þá skóla þar sem skólastjórnendur óska eftir því. Í einu tilviki var gerð leit að frumkvæði nemenda." Spurður um hvort beiðnir af þessu tagi séu grundvallaðar á rökstuddum grun um fíkniefnaneyslu í viðkomandi skóla segir Geir Jón þær oftar en ekki tilkomnar vegna orðróms eða gruns um slíkt. „Ef upplýsingar eru þess eðlis að skólayfirvöldum sýnist að tímabært sé að taka á þessu með þessum hætti, sem hefur mikið forvarnagildi, þá er það gert og þess gætt að hafa allt saman eftir settum reglum. Þess er gætt að persónulega sé ekki gengið að neinum nema í samráði við viðkomandi." Geir Jón segir að í sumum þeirra skóla sem leitað hafi verið í hafi fundist vísbendingar um neyslu. „Það hafa fundist leifar af efnum, verkfæri til fíkniefnaneyslu eða að hundar hafa vakið athygli á nemendum sem sjálfir hafa verið í neyslu eða í snertingu við neyslu. En í flestöllum tilvikum sýnist mér að ekkert slíkt hafi komið fram." jss@frettabladid.is Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira
Leifar af kannabisefnum fundust í dós inni á salerni Tækniskólans síðastliðinn fimmtudag, þegar lögregla leitaði í húsnæðinu með þrem fíkniefnaleitarhundum, að beiðni skólayfirvalda. Þetta staðfestir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir jafnframt að staðfestur orðrómur hafi verið um að nemendur úr grunnskólanum við hlið Tækniskólans hafi leitað inn í Tækniskólann til að komast í fíkniefni hjá einhverjum af eldri nemendum þar. Sterk vísbending sem komið hafi til kasta forvarnafulltrúa lögreglunnar hefði gefið tilefni til að þessi mál voru tekin föstum tökum í grunnskólanum. Jafnframt að það hafi þótt ástæða til að athuga Tækniskólann í ljósi þessara upplýsinga. Fíkniefnaleitin í Tækniskólanum vakti mikla athygli. Baldur Gíslason, skólameistari, sagði við það tilefni við Fréttablaðið að verið væri að fylgja fordæmi annarra skóla í forvarnaskyni en fjöldi skóla hefði látið gera fíkniefnaleit innan sinna vébanda. Enginn sérstakur grunur hafi verið til staðar um fíkniefnaneyslu í Tækniskólanum. Ekkert hefði fundist og niðurstaðan væri ánægjuleg. „Í niðurstöðu samantektar hjá okkur um tíðni fíkniefnaleita í framhaldsskólum eru það einn til tveir skólar á ári, frá árinu 2007, sem biðja lögreglu um slíka leit," segir Geir Jón. „Það er einungis farið í þá skóla þar sem skólastjórnendur óska eftir því. Í einu tilviki var gerð leit að frumkvæði nemenda." Spurður um hvort beiðnir af þessu tagi séu grundvallaðar á rökstuddum grun um fíkniefnaneyslu í viðkomandi skóla segir Geir Jón þær oftar en ekki tilkomnar vegna orðróms eða gruns um slíkt. „Ef upplýsingar eru þess eðlis að skólayfirvöldum sýnist að tímabært sé að taka á þessu með þessum hætti, sem hefur mikið forvarnagildi, þá er það gert og þess gætt að hafa allt saman eftir settum reglum. Þess er gætt að persónulega sé ekki gengið að neinum nema í samráði við viðkomandi." Geir Jón segir að í sumum þeirra skóla sem leitað hafi verið í hafi fundist vísbendingar um neyslu. „Það hafa fundist leifar af efnum, verkfæri til fíkniefnaneyslu eða að hundar hafa vakið athygli á nemendum sem sjálfir hafa verið í neyslu eða í snertingu við neyslu. En í flestöllum tilvikum sýnist mér að ekkert slíkt hafi komið fram." jss@frettabladid.is
Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Sjá meira