Innlent

Styrkur veittur til minningar

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Landsvirkjun færði í gær Slysavarnafélaginu Landsbjörg 500 þúsund krónur til minningar um Halldóru Benediktsdóttur er lést þegar hún féll í sprungu á Langjökli 30. janúar síðastliðinn.

Syni Halldóru var bjargað úr sprungunni.

Halldóra starfaði á árum áður hjá Landsvirkjun og eiginmaður hennar er starfsmaður þar. Hörður Arnarsson, forstjóri fyrirtækisins, og Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri starfsmannasviðs, afhentu framkvæmdastjóra og formanni SL gjöfina. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×