Fékk risalán til að kaupa Fons út úr Iceland Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. febrúar 2010 18:45 Landsbankinn lánaði félagi í eigu Stoða og annarra, rúmlega fimmtíu milljarða til að kaupa Fons, félag Pálma Haraldssonar, út úr Iceland verslanakeðjunni rétt fyrir hrun. Skuldin stendur nú í níutíu milljörðum og þarf skilanefnd bankans væntanlega að taka yfir hlutinn áður en árið er úti. Þessi eign er hluti þess sem á að ganga upp í Icesave. Fyrirtækið Stytta er í eigu tveggja félaga annars vegar Stoða, áður FL Group, og hins vegar fyrirtækisins Blackstar Limited sem skráð er á eynni Mön. Blackstar er í eigu þriggja lykilstjórnenda bresku verslanakeðjunnar Iceland, þeirra Malcolms Walkers, forstjóra, Andrew Pritchards og Tarsems Singh Dhaliwals, fjármálastjóra Iceland. Stytta fékk 430 milljóna punda lán hjá árið 2008 til að kaupa 29 prósenta hlut Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, í Iceland-keðjunni. Langstærstur hluti fjárhæðarinnar var fenginn að láni hjá Landsbanka Íslands, samkvæmt heimildum fréttastofu, en umreiknað í íslenskar krónur stendur lánið í 86 milljörðum króna. Til að setja þá upphæð í samhengi má geta þess að upphafleg kostnaðaráætlun vegna byggingar Kárahnjúkavirkjunar var hundrað milljarðar króna en upphæðin er um fjórðungur þess sem hugsanlega lendir á íslenskum skattgreiðendum vegna Icesave. Eins og áður segir var langstærstur hluti fjárhæðarinnar fenginn að láni hjá Landsbanka Íslands. Taka ber þó skýrt fram að stór hluti upphæðarinnar var að öllum líkindum yfirtaka á láni Landsbankans til Fons. Í september á þessu ári þarf Stytta að greiða afborgun af láninu upp á tæplega 70 milljarða króna, en eina eign félagsins er 29 prósenta hlutur í Iceland. Ekki liggur fyrir nýlegt opinbert verðmat á Iceland keðjunni. Baugur var stærsti hluthafinn með hlut sem nú er í eigu Landsbankans, eftir gjaldþrot Baugs. Í Project Sunrise, sérstakri áætlun um endurreisn Baugs, sem aldrei varð að veruleika, var Iceland-keðjan verðlögð á rúman milljarð punda, eða um 200 milljarða króna. Þetta verðmat þykir þó umdeilt og í því samhengi má benda á að breska dagblaðið The Sunday Times verðlagði fyrirtækið á 400 milljónir punda á vormánuðum 2008. Landsbankinn heldur nú utan um 40 prósenta hlut í Iceland. Gríðarlegar lagalegar flækjur eru því samfara að taka Styttu yfir, samkvæmt heimildum fréttastofu. Ef það gengur hins vegar eftir mun Landsbankinn eiga 69 prósenta hlut í Iceland og verða langstærsti hluthafinn, en í undirbúningi er yfirtaka á Styttu innan skilanefndar Landsbankans, samkvæmt heimildum fréttastofu. Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira
Landsbankinn lánaði félagi í eigu Stoða og annarra, rúmlega fimmtíu milljarða til að kaupa Fons, félag Pálma Haraldssonar, út úr Iceland verslanakeðjunni rétt fyrir hrun. Skuldin stendur nú í níutíu milljörðum og þarf skilanefnd bankans væntanlega að taka yfir hlutinn áður en árið er úti. Þessi eign er hluti þess sem á að ganga upp í Icesave. Fyrirtækið Stytta er í eigu tveggja félaga annars vegar Stoða, áður FL Group, og hins vegar fyrirtækisins Blackstar Limited sem skráð er á eynni Mön. Blackstar er í eigu þriggja lykilstjórnenda bresku verslanakeðjunnar Iceland, þeirra Malcolms Walkers, forstjóra, Andrew Pritchards og Tarsems Singh Dhaliwals, fjármálastjóra Iceland. Stytta fékk 430 milljóna punda lán hjá árið 2008 til að kaupa 29 prósenta hlut Fons, eignarhaldsfélags Pálma Haraldssonar, í Iceland-keðjunni. Langstærstur hluti fjárhæðarinnar var fenginn að láni hjá Landsbanka Íslands, samkvæmt heimildum fréttastofu, en umreiknað í íslenskar krónur stendur lánið í 86 milljörðum króna. Til að setja þá upphæð í samhengi má geta þess að upphafleg kostnaðaráætlun vegna byggingar Kárahnjúkavirkjunar var hundrað milljarðar króna en upphæðin er um fjórðungur þess sem hugsanlega lendir á íslenskum skattgreiðendum vegna Icesave. Eins og áður segir var langstærstur hluti fjárhæðarinnar fenginn að láni hjá Landsbanka Íslands. Taka ber þó skýrt fram að stór hluti upphæðarinnar var að öllum líkindum yfirtaka á láni Landsbankans til Fons. Í september á þessu ári þarf Stytta að greiða afborgun af láninu upp á tæplega 70 milljarða króna, en eina eign félagsins er 29 prósenta hlutur í Iceland. Ekki liggur fyrir nýlegt opinbert verðmat á Iceland keðjunni. Baugur var stærsti hluthafinn með hlut sem nú er í eigu Landsbankans, eftir gjaldþrot Baugs. Í Project Sunrise, sérstakri áætlun um endurreisn Baugs, sem aldrei varð að veruleika, var Iceland-keðjan verðlögð á rúman milljarð punda, eða um 200 milljarða króna. Þetta verðmat þykir þó umdeilt og í því samhengi má benda á að breska dagblaðið The Sunday Times verðlagði fyrirtækið á 400 milljónir punda á vormánuðum 2008. Landsbankinn heldur nú utan um 40 prósenta hlut í Iceland. Gríðarlegar lagalegar flækjur eru því samfara að taka Styttu yfir, samkvæmt heimildum fréttastofu. Ef það gengur hins vegar eftir mun Landsbankinn eiga 69 prósenta hlut í Iceland og verða langstærsti hluthafinn, en í undirbúningi er yfirtaka á Styttu innan skilanefndar Landsbankans, samkvæmt heimildum fréttastofu.
Mest lesið Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Viðskipti innlent Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Viðskipti innlent Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Viðskipti innlent „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma Viðskipti innlent Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Annar banki býður betra verð en hinn með sömu eigendur Þau keyptu fyrir tuttugu milljónir í útboðinu Sameining við Kviku banka mun taka langan tíma „Grindavíkuráhrifin“ leiða til talsverðrar hækkunar hjá nágrönnum Indó skoraði hæst í Sjálfbærniásnum Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára Bein útsending: Fasteignamat 2026 kynnt Verðbólga lækkar um 0,4 stig Kvika vinsælasta stelpan á ballinu Bein útsending: Viðurkenningarhátíð Sjálfbærniássins Auður hefur innreið sína á húsnæðislánamarkað Vextir lækka hjá Íslandsbanka Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Sjá meira