Vonar að samkomulag takist fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2010 13:05 Jóhanna Sigurðardóttir vonar að samkomulag náist fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Mynd/ GVA. Forsætisráðherra vonar að samkomulag náist í Icesave deilunni áður en kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og telur æskilegt að það gerist. Viðbrögð Íslendinga við gagntilboði Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni gætu legið fyrir að loknum fundi forystufólks stjórnmálaflokkanna í dag en líklega þó ekki fyrr en á morgun.Samninganefnd Íslands ásamt sérfræðingum ýmis konar munu í dag fara yfir gagntilboð Breta og Hollendinga sem forystufólk stjórnmálaflokkanna kynnti sér í gærdag. Að því loknu kemur forystufólk flokkanna saman til fundar, líklega ekki fyrr en seinnipartinn í dag. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að loknum fundi í gær að tilboð Breta og Hollendinga fæli í sér umtalsverða lækkun á greiðslubyrði Íslands.Jóhanna Sigurðardóttir sagði ekki hægt að segja að tilboð Hollendinga og Breta væri í samræmi við þær hugmyndir sem íslenska samninganefndin lagði fram í Lundúnum í síðustu viku. „Allt er þetta þó í áttina. Allt snýst þetta um það að greiðslubyrðin verði minni," sagði forsætisráðherra í gær.Nú er rétt um hálfur mánuður í þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave lögin. Jóhanna segist vona að samningar náist fyrir þann tíma. „Ég held að það væri mjög æskilegt," sagði forsætisráðherra. Ef það tækist yrði reynt að koma slíkum samningi fljótt í gegnum Alþingi.Bjarni Beneditksson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eftir fundinn í gær að tilboð Hollendinga og Breta væri skref í rétta átt. Mikilvægt væri hins vegar að Íslendingar héldu þeirri samstöðu sem náðst hefði heima fyrir um málið.„Við leituðum til ráðgjafa okkar í málinu og samninganefndarinnar og ég held að það geti alveg verið grundvöllur fyrir okkur að að þróa eitthvað út frá þessum stað sem við erum á í dag," sagði Bjarni. Hann sjái þó enn ekki fyrir endann á málinu.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins sér heldur ekki til lands í málinu og virðist að auki mun svartsýnni á lausn deilunnar en forysta stjórnarflokkanna og formaður Sjálfstæðisflokksins. Tilboð Breta og Hollendinga væri líklega afrakstur stjórnarkreppunnar í Hollandi, þar sem kosningar væru framundan eins og í Bretlandi.Sigmundur Davíð sagðist engu að síður telja tilboð Breta og Holendinga skref í rétta átt. „En það er ekki mikið meira um það að segja." Á honum mátti skilja að málið gæti jafnvel teygst í nokkra mánuði.„Það veltur á stjórnvöldum í Bretlandi og Hollandi. Ekki hvað síst í Hollandi þar sem er í rauninni ekki starfandi ríkisstjórn," sagði formaður Framsóknarflokksins. Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Forsætisráðherra vonar að samkomulag náist í Icesave deilunni áður en kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og telur æskilegt að það gerist. Viðbrögð Íslendinga við gagntilboði Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni gætu legið fyrir að loknum fundi forystufólks stjórnmálaflokkanna í dag en líklega þó ekki fyrr en á morgun.Samninganefnd Íslands ásamt sérfræðingum ýmis konar munu í dag fara yfir gagntilboð Breta og Hollendinga sem forystufólk stjórnmálaflokkanna kynnti sér í gærdag. Að því loknu kemur forystufólk flokkanna saman til fundar, líklega ekki fyrr en seinnipartinn í dag. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að loknum fundi í gær að tilboð Breta og Hollendinga fæli í sér umtalsverða lækkun á greiðslubyrði Íslands.Jóhanna Sigurðardóttir sagði ekki hægt að segja að tilboð Hollendinga og Breta væri í samræmi við þær hugmyndir sem íslenska samninganefndin lagði fram í Lundúnum í síðustu viku. „Allt er þetta þó í áttina. Allt snýst þetta um það að greiðslubyrðin verði minni," sagði forsætisráðherra í gær.Nú er rétt um hálfur mánuður í þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave lögin. Jóhanna segist vona að samningar náist fyrir þann tíma. „Ég held að það væri mjög æskilegt," sagði forsætisráðherra. Ef það tækist yrði reynt að koma slíkum samningi fljótt í gegnum Alþingi.Bjarni Beneditksson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eftir fundinn í gær að tilboð Hollendinga og Breta væri skref í rétta átt. Mikilvægt væri hins vegar að Íslendingar héldu þeirri samstöðu sem náðst hefði heima fyrir um málið.„Við leituðum til ráðgjafa okkar í málinu og samninganefndarinnar og ég held að það geti alveg verið grundvöllur fyrir okkur að að þróa eitthvað út frá þessum stað sem við erum á í dag," sagði Bjarni. Hann sjái þó enn ekki fyrir endann á málinu.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins sér heldur ekki til lands í málinu og virðist að auki mun svartsýnni á lausn deilunnar en forysta stjórnarflokkanna og formaður Sjálfstæðisflokksins. Tilboð Breta og Hollendinga væri líklega afrakstur stjórnarkreppunnar í Hollandi, þar sem kosningar væru framundan eins og í Bretlandi.Sigmundur Davíð sagðist engu að síður telja tilboð Breta og Holendinga skref í rétta átt. „En það er ekki mikið meira um það að segja." Á honum mátti skilja að málið gæti jafnvel teygst í nokkra mánuði.„Það veltur á stjórnvöldum í Bretlandi og Hollandi. Ekki hvað síst í Hollandi þar sem er í rauninni ekki starfandi ríkisstjórn," sagði formaður Framsóknarflokksins.
Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira