Vonar að samkomulag takist fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2010 13:05 Jóhanna Sigurðardóttir vonar að samkomulag náist fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Mynd/ GVA. Forsætisráðherra vonar að samkomulag náist í Icesave deilunni áður en kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og telur æskilegt að það gerist. Viðbrögð Íslendinga við gagntilboði Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni gætu legið fyrir að loknum fundi forystufólks stjórnmálaflokkanna í dag en líklega þó ekki fyrr en á morgun.Samninganefnd Íslands ásamt sérfræðingum ýmis konar munu í dag fara yfir gagntilboð Breta og Hollendinga sem forystufólk stjórnmálaflokkanna kynnti sér í gærdag. Að því loknu kemur forystufólk flokkanna saman til fundar, líklega ekki fyrr en seinnipartinn í dag. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að loknum fundi í gær að tilboð Breta og Hollendinga fæli í sér umtalsverða lækkun á greiðslubyrði Íslands.Jóhanna Sigurðardóttir sagði ekki hægt að segja að tilboð Hollendinga og Breta væri í samræmi við þær hugmyndir sem íslenska samninganefndin lagði fram í Lundúnum í síðustu viku. „Allt er þetta þó í áttina. Allt snýst þetta um það að greiðslubyrðin verði minni," sagði forsætisráðherra í gær.Nú er rétt um hálfur mánuður í þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave lögin. Jóhanna segist vona að samningar náist fyrir þann tíma. „Ég held að það væri mjög æskilegt," sagði forsætisráðherra. Ef það tækist yrði reynt að koma slíkum samningi fljótt í gegnum Alþingi.Bjarni Beneditksson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eftir fundinn í gær að tilboð Hollendinga og Breta væri skref í rétta átt. Mikilvægt væri hins vegar að Íslendingar héldu þeirri samstöðu sem náðst hefði heima fyrir um málið.„Við leituðum til ráðgjafa okkar í málinu og samninganefndarinnar og ég held að það geti alveg verið grundvöllur fyrir okkur að að þróa eitthvað út frá þessum stað sem við erum á í dag," sagði Bjarni. Hann sjái þó enn ekki fyrir endann á málinu.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins sér heldur ekki til lands í málinu og virðist að auki mun svartsýnni á lausn deilunnar en forysta stjórnarflokkanna og formaður Sjálfstæðisflokksins. Tilboð Breta og Hollendinga væri líklega afrakstur stjórnarkreppunnar í Hollandi, þar sem kosningar væru framundan eins og í Bretlandi.Sigmundur Davíð sagðist engu að síður telja tilboð Breta og Holendinga skref í rétta átt. „En það er ekki mikið meira um það að segja." Á honum mátti skilja að málið gæti jafnvel teygst í nokkra mánuði.„Það veltur á stjórnvöldum í Bretlandi og Hollandi. Ekki hvað síst í Hollandi þar sem er í rauninni ekki starfandi ríkisstjórn," sagði formaður Framsóknarflokksins. Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Forsætisráðherra vonar að samkomulag náist í Icesave deilunni áður en kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið og telur æskilegt að það gerist. Viðbrögð Íslendinga við gagntilboði Breta og Hollendinga í Icesavedeilunni gætu legið fyrir að loknum fundi forystufólks stjórnmálaflokkanna í dag en líklega þó ekki fyrr en á morgun.Samninganefnd Íslands ásamt sérfræðingum ýmis konar munu í dag fara yfir gagntilboð Breta og Hollendinga sem forystufólk stjórnmálaflokkanna kynnti sér í gærdag. Að því loknu kemur forystufólk flokkanna saman til fundar, líklega ekki fyrr en seinnipartinn í dag. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði að loknum fundi í gær að tilboð Breta og Hollendinga fæli í sér umtalsverða lækkun á greiðslubyrði Íslands.Jóhanna Sigurðardóttir sagði ekki hægt að segja að tilboð Hollendinga og Breta væri í samræmi við þær hugmyndir sem íslenska samninganefndin lagði fram í Lundúnum í síðustu viku. „Allt er þetta þó í áttina. Allt snýst þetta um það að greiðslubyrðin verði minni," sagði forsætisráðherra í gær.Nú er rétt um hálfur mánuður í þjóðaratkvæðagreiðsluna um Icesave lögin. Jóhanna segist vona að samningar náist fyrir þann tíma. „Ég held að það væri mjög æskilegt," sagði forsætisráðherra. Ef það tækist yrði reynt að koma slíkum samningi fljótt í gegnum Alþingi.Bjarni Beneditksson formaður Sjálfstæðisflokksins sagði eftir fundinn í gær að tilboð Hollendinga og Breta væri skref í rétta átt. Mikilvægt væri hins vegar að Íslendingar héldu þeirri samstöðu sem náðst hefði heima fyrir um málið.„Við leituðum til ráðgjafa okkar í málinu og samninganefndarinnar og ég held að það geti alveg verið grundvöllur fyrir okkur að að þróa eitthvað út frá þessum stað sem við erum á í dag," sagði Bjarni. Hann sjái þó enn ekki fyrir endann á málinu.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins sér heldur ekki til lands í málinu og virðist að auki mun svartsýnni á lausn deilunnar en forysta stjórnarflokkanna og formaður Sjálfstæðisflokksins. Tilboð Breta og Hollendinga væri líklega afrakstur stjórnarkreppunnar í Hollandi, þar sem kosningar væru framundan eins og í Bretlandi.Sigmundur Davíð sagðist engu að síður telja tilboð Breta og Holendinga skref í rétta átt. „En það er ekki mikið meira um það að segja." Á honum mátti skilja að málið gæti jafnvel teygst í nokkra mánuði.„Það veltur á stjórnvöldum í Bretlandi og Hollandi. Ekki hvað síst í Hollandi þar sem er í rauninni ekki starfandi ríkisstjórn," sagði formaður Framsóknarflokksins.
Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Bensínverð hafi ekki lækkað í samræmi við verð á heimsmörkuðum Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Sjá meira