Ferðaáætlanir tugþúsunda í óvissu Heimir Már Pétursson skrifar 21. febrúar 2010 09:30 Vikulangt verkfall flugvirkja hjá Icelandair sem hefst eftir tólf klukkustundir ef samningar nást ekki fyrir miðnætti, myndi setja ferðaáætlanir um tuttugu þúsund ferðamanna víðs vegar um heiminn úr skorðum. Upplýsingafulltrúi Icelandair segist hæfilega vongóður um að samningar náist í tæka tíð. Samninganefnd flugvirkja hjá Icelandair og viðsemjendur þeirra sátu á sáttafundi hjá Ríkissáttasemjara frá klukkan fjögur í gærdag til ellefu í gærkvöldi án þess að samningar tækjust. Fundur hófst á ný í Karphúsinu klukkan ellefu í morgun og samkvæmt upplýsingum þaðan verður fundað fram á síðustu stundu til að freista þess að ná samningum. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir fjölda fólks eiga bókað flug með félaginu í fyrramálið. „Það er nú setið við samningaborðið og við vonum auðvitað að ekki komi til þessa verkfalls, að menn nái saman í dag," segir Guðjón. Á undanförnum árum hafi oftast náðst að semja áður en til verkfalls komi. Guðjón segir erfitt að meta hvaða kostnað það hefði í för með sér fyrir Icelandair ef til verkfalls kemur. Aðalatriðið sé að leysa deiluna og hann sé hóflega bjartsýnn á að það takist. Ef komi hins vegar til verkfalls muni Icelandair grípa til allra þeirra ráðstafana sem hægt sé til að aðstoða það fólk sem verði fyrir því. Erfitt sé að greina í hverju þær ráðstafnir muni felast því þær miðist við þarfir hvers og eins. „Eins og fram hefur komið eiga um 20 þúsund manns bókað far með okkur þá daga sem verkfallið er boðað. Það er ekki nema lítill hluti þeirra Íslendingar þannig að þetta snertir fyrst og fremst þá sem eru að koma til landsins og þá sem eru að fljúga hér í gegn," segir Guðjón. Verkfallið myndi því hafa áhrif á mikinn fjölda fólks en hann sé vongóður um að samningar takist í dag. Verkfall flugvirkja hjá Atlanta á Íslandi hófst á miðnætti síðast liðna nótt, en það mun ekki hafa teljandi áhrif á rekstur félagsins fyrst um sinn. Samningafundi í þeirri deilu var slitið klukkan sex í gær og hefur nýr fundur ekki verið boðaður. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Erlent Fleiri fréttir Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Sjá meira
Vikulangt verkfall flugvirkja hjá Icelandair sem hefst eftir tólf klukkustundir ef samningar nást ekki fyrir miðnætti, myndi setja ferðaáætlanir um tuttugu þúsund ferðamanna víðs vegar um heiminn úr skorðum. Upplýsingafulltrúi Icelandair segist hæfilega vongóður um að samningar náist í tæka tíð. Samninganefnd flugvirkja hjá Icelandair og viðsemjendur þeirra sátu á sáttafundi hjá Ríkissáttasemjara frá klukkan fjögur í gærdag til ellefu í gærkvöldi án þess að samningar tækjust. Fundur hófst á ný í Karphúsinu klukkan ellefu í morgun og samkvæmt upplýsingum þaðan verður fundað fram á síðustu stundu til að freista þess að ná samningum. Guðjón Arngrímsson upplýsingafulltrúi Icelandair segir fjölda fólks eiga bókað flug með félaginu í fyrramálið. „Það er nú setið við samningaborðið og við vonum auðvitað að ekki komi til þessa verkfalls, að menn nái saman í dag," segir Guðjón. Á undanförnum árum hafi oftast náðst að semja áður en til verkfalls komi. Guðjón segir erfitt að meta hvaða kostnað það hefði í för með sér fyrir Icelandair ef til verkfalls kemur. Aðalatriðið sé að leysa deiluna og hann sé hóflega bjartsýnn á að það takist. Ef komi hins vegar til verkfalls muni Icelandair grípa til allra þeirra ráðstafana sem hægt sé til að aðstoða það fólk sem verði fyrir því. Erfitt sé að greina í hverju þær ráðstafnir muni felast því þær miðist við þarfir hvers og eins. „Eins og fram hefur komið eiga um 20 þúsund manns bókað far með okkur þá daga sem verkfallið er boðað. Það er ekki nema lítill hluti þeirra Íslendingar þannig að þetta snertir fyrst og fremst þá sem eru að koma til landsins og þá sem eru að fljúga hér í gegn," segir Guðjón. Verkfallið myndi því hafa áhrif á mikinn fjölda fólks en hann sé vongóður um að samningar takist í dag. Verkfall flugvirkja hjá Atlanta á Íslandi hófst á miðnætti síðast liðna nótt, en það mun ekki hafa teljandi áhrif á rekstur félagsins fyrst um sinn. Samningafundi í þeirri deilu var slitið klukkan sex í gær og hefur nýr fundur ekki verið boðaður.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Erlent Fleiri fréttir Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Sjá meira