Innlent

Fundað í hádeginu vegna Icesave

Formenn ríkisstjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar náðu ekki samkomulagi um viðbrögð við tilboði Breta og Hollendinga vegna Iceve málsins á þriggja klukkustunda fundi, sem lauk um átta leitið í gærkvöldi.

Samstaða mun þó vera um að ekki sé hægt að ganga að tilboðinu óbreyttu. Meðal annars þykja Bretar og Hollendingar gera kröfu um of hátt vaxtaálag ofan á breytilega vexti.

Formenn flokkanna ætla að koma aftur saman til fundar í hádeginu og freysta þess að ná samkomulagi um gagntilboð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×