Erlent

Gyðingar flýja Malmö vegna ofsókna

Óli Tynes skrifar
Frá Malmö
Frá Malmö
Talið er að um þrjátíu Gyðingafjölskyldur hafi þegar flúið frá Malmö í Svíþjóð og fleiri eru farnar að hugsa sér til hreyfings.

Á síðasta ári skráði lögreglan sjötíu og níu hatursglæpi gegn Gyðingum og viðurkenniar að líklega hafi þeir verið fleiri, en ekki kærðir.

Meðal annars var kveikt í bænahúsi og legsteinar málaðir með hakakrossum. Á götum úti hefur verið veist að Gyðingum á leið frá bænahaldi og öskrað á þá Hitler, Hitler.

Ástandið er meðal annars rakið til þess að í borginni búa aðeins sjöhundruð gyðingar en um fjörutíu þúsund múslimar. Þeir eru næstum fimmtungur af íbúafjölda borgarinnar.

Gyðingarnir saka hinsvegar sænska stjórnmálamenn um að gera ekkert til þess að bæta ástandið. Borgarstjórinn Ilmar Reepalu hafi þvert á móti hellt olíu á eldinn með ummælum sínum.

Hann sagði að árásirnar á Gyðinga væru sorglegar, en þær væru skiljanlegar í ljósi framferðis Ísraelsríkis í Miðausturlöndum.

Reepalu er sósíal demokrati og flokksbræðrum hans líkuðu ekki allskostar þessi ummæli. Formaður flokksins Mona Salin, sem hugsanlega verður forsætisráðherra Svíþjóðar í kosningum síðar á þessu ári gerði sér ferð til Malmö í síðustu viku til þess að ræða við leiðtoga Gyðinga í borginni.

Gyðingar vona að þetta sé vísbending um að stjórnmálamenn séu að vakna til vitundar um þær hættur sem að þeim steðji.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×