Framkvæmdastjórn ESB mælir með viðræðum Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2010 12:07 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælir með því við leiðtoga sambandins að hafnar verði viðræður við Íslendinga um aðild að sambandinu. Íslendingar uppfylli öll helstu skilyrði aðildar en verði að breyta löggjöf sinni varðandi sjávarútveg, landbúnað og fleira. Hluti efnahagsvanda Íslendinga nú, sé að bankarnir hafi verið einkavinavæddir á sínum tíma. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti leiðtogum sambandsins í morgun að Íslendingar uppfylltu öll helstu skilyrði þess fyrir aðildarviðræðum. Landið væri hluti af Evrópska efnahagssvæðinu sem næði yfir meirihluta regluverks sambandsins. Miðað við aðildarríki sambandsins hefði Íslendingum gengið vel að innleiða regluverk Evrópusambandsins. Í ítarlegri skýrslu til leiðtoganna er meðal annars fjallað um einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Þar er sagt hvernig til stóð að tryggja breitt eignarhald á bönkunum, sem síðar hefði verið fallið frá og einkavinavæðing náð yfirhöndinni. Með pólitískum ákvörðunum hafi bönkunum verið komið í hendur viðskiptasamsteypa sem af lítilli reynslu hafi þanið út bankakerfið. Núverandi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er nýskipuð og eru meðmælin með aðildarviðræðum við Íslands ein af hennar fyrstu verkum, en nýr stækkunarstjóri er Stephane Fule frá Tékklandi. Búist er við að leiðtogafundur sambandsins dagana 25. til 26. mars samþykki tillögu framkvæmdastjórnarinnar. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið nær yfir meirihluta regluverks sambandsins. Framvæmdastjórnin segir Íslendinga verða að gera átak í að samræma löggjöf landsins og sambandsins og eða innleiða tilskipanir varðandi sjávarútveg, landbúnað, þróun landsbyggðarinnar, umhverfismál, frjálst flæði fjármagns og fjármálaþjónustu. Þá verði að samræma reglur í tollamálum, skattheimtu, hagtölum, matvælaöryggi sem og stefnuna í plöntu og grænmetismálum ásamt fleiru. Einnig þurfi að auka sjálfstæði dómstóla í landinu og styrkja ferlið við skipan dómara með það fyrir augum að koma í veg fyrir klíkuskap. Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælir með því við leiðtoga sambandins að hafnar verði viðræður við Íslendinga um aðild að sambandinu. Íslendingar uppfylli öll helstu skilyrði aðildar en verði að breyta löggjöf sinni varðandi sjávarútveg, landbúnað og fleira. Hluti efnahagsvanda Íslendinga nú, sé að bankarnir hafi verið einkavinavæddir á sínum tíma. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti leiðtogum sambandsins í morgun að Íslendingar uppfylltu öll helstu skilyrði þess fyrir aðildarviðræðum. Landið væri hluti af Evrópska efnahagssvæðinu sem næði yfir meirihluta regluverks sambandsins. Miðað við aðildarríki sambandsins hefði Íslendingum gengið vel að innleiða regluverk Evrópusambandsins. Í ítarlegri skýrslu til leiðtoganna er meðal annars fjallað um einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Þar er sagt hvernig til stóð að tryggja breitt eignarhald á bönkunum, sem síðar hefði verið fallið frá og einkavinavæðing náð yfirhöndinni. Með pólitískum ákvörðunum hafi bönkunum verið komið í hendur viðskiptasamsteypa sem af lítilli reynslu hafi þanið út bankakerfið. Núverandi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er nýskipuð og eru meðmælin með aðildarviðræðum við Íslands ein af hennar fyrstu verkum, en nýr stækkunarstjóri er Stephane Fule frá Tékklandi. Búist er við að leiðtogafundur sambandsins dagana 25. til 26. mars samþykki tillögu framkvæmdastjórnarinnar. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið nær yfir meirihluta regluverks sambandsins. Framvæmdastjórnin segir Íslendinga verða að gera átak í að samræma löggjöf landsins og sambandsins og eða innleiða tilskipanir varðandi sjávarútveg, landbúnað, þróun landsbyggðarinnar, umhverfismál, frjálst flæði fjármagns og fjármálaþjónustu. Þá verði að samræma reglur í tollamálum, skattheimtu, hagtölum, matvælaöryggi sem og stefnuna í plöntu og grænmetismálum ásamt fleiru. Einnig þurfi að auka sjálfstæði dómstóla í landinu og styrkja ferlið við skipan dómara með það fyrir augum að koma í veg fyrir klíkuskap.
Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira