Innlent

Hæstiréttur staðfestir úrskurð vegna Baldurs Guðlaugssonar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Baldur Guðlaugsson var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu.
Baldur Guðlaugsson var ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu.
Hæstiréttur Íslands hafnaði í dag kröfu Baldurs Guðlaugssonar um að ákvörðun sýslumanns um að kyrrsetja innistæður hans á bankareikningum yrði felld úr gildi. Hæstiréttur segir að skilyrðum fyrir lögmæti kyrrsetningaraðgerðar sé fullnægt. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður komist að sömu niðurstöðu.

Baldur Guðlaugsson hefur sætt rannsókn af hálfu sérstaks saksóknara undanfarið. Hann er grunaður um að hafa nýtt sér innherjaupplýsingar þegar að hann seldi hlutafé sitt í Landsbankanum skömmu fyrir bankahrun.

Baldur gegndi embætti ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu þegar bankarnir hrundu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×