Innlent

Íslendingar saka Ástrala um að svíkja hvalveiðiþjóðir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hvalur 8. Mynd/ Daníel.
Hvalur 8. Mynd/ Daníel.
Íslendingar saka Ástrala um svik við hvalveiðiþjóðir innan Alþjóðahvalveiðiráðsins með því að leggja fram gagntillögu um hvalveiðar, fullyrðir ástralska blaðið The Australian.

„Það eru engar líkur á því að ástralska tillagan nái fram að ganga þannig að eini tilgangurinn með henni hlýtur að vera að koma í veg fyrir sátt, að koma í veg fyrir málamiðlun," er haft eftir Tómasi H. Heiðar, aðalfulltrúa Íslands hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu.

Hvalveiðiþjóðir innan Alþjóðahvalveiðiráðsins hafa unnið að mótun sáttatillögu sem felur í sér að í lok ársins verði hvalveiðibanni sem verið hefur í gildi í 24 ár aflétt. Hvalveiðiþjóðir geti þá veitt takmarkaðan fjölda hvala í atvinnuskyni. Gert er ráð fyrir að tillagan verði flutt á aðalfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í sumar.

Peter Garrett, umhverfisráðherra Ástralíu, sendi hins vegar frá sér gagntillögu í gær. Hann vill að öllum veiðum verði hætt um ótilgreinda framtíð fyrir utan þær veiðar sem frumbyggjar í hvalveiðiríkjum þurfi nauðsynlega á að halda sér til framfærslu.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×