Innlent

Aðeins þriðjungur hlynntur ESB-aðild

Tæplega 60% landsmanna eru andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið en 33,3% eru hlynntir aðild. Hátt í 60% landsmanna segjast ekki bera neitt eða lítið traust til stjórnvalda þegar kemur að því að gæta hagsmuna þjóðarinnar í umsóknarferli um aðild Íslands að ESB. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skoðanakönnun sem Capacent-Callup gerði fyrir Bændasamtökin í tengslum við Búnaðarþing sem var sett í Bændahöllinni í dag.

Framtíð íslensks landbúnaðar hefur mikil áhrif á afstöðu fjórðungs landsmanna til aðildar Íslands að Evrópusambandinu og nokkur áhrif hjá 37,7%. Þriðjungur telur öllu máli skipta að Íslendingar séu ekki háðir öðrum um landbúnaðarvörur og rúmlega 32,% segja að það skipti mjög miklu máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×