Aðildarumsóknin best heppnaða brella seinni ára 28. febrúar 2010 17:25 Mynd/Teitur Jónasson „Hugmyndin að sækja um og sjá hvað er í boði er vafalaust best heppnaða pólitíska brella seinni ára. Ekki getur fólk verið á móti því að kostir aðildar séu kannaðir," sagði Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, við upphaf Búnaðarþings í dag. Haraldur sagði að aðildarumsóknin væri ekki annað en boð um að hér verði hafist handa við að breyta stjórnkerfi landsins að kröfum Evrópusambandsins og færa sjálfsstjórn Íslands og sjálfstæði undir fjarlæg stjórnvöld. Hann sagði að undirbúningur bænda vegna aðildarviðræðna stjórnvalda við ESB væri traustur og byggi á áralangri þekkingaröflun um innviði landbúnaðarstefnu sambandsins. Þá sagði Haraldur að ríkisstjórnin væri vægast sagt ósamstíga í Evrópusambandsmálunum. „Það er varla hægt að búast við glæstum árangri þegar þeir sem standa í stafni bera ekki gæfu til að standa saman og sýna styrk," sagði formaðurinn og bætti við að veikleikar Íslendinga væru styrkleikar viðræðuaðilans. „Sáttmáli stjórnarflokkanna um aðildarumsókn líkist því helst að ákveðið hafi verið að tvímenna í útreiðartúr til ESB-girðingarinnar. Annar snýr aftur og hinn fram í hnakknum og síðan hotta þeir á klárinn í sitt hvora áttina. Meðan aðildarsinninn horfir yfir taglið sér hann fyrirheitnu girðinguna fjarlægjast en streðar þó enn. Hinn þorir ekki að taka almennilega í tauminn og stöðva. Ekki get ég hugsað þá hugsun til enda, eins og sagt er nú á tímum, hvernig útreiðartúrinn endar," sagði Haraldur. Tengdar fréttir Aðeins þriðjungur hlynntur ESB-aðild Tæplega 60% landsmanna eru andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið en 33,3% eru hlynntir aðild. Hátt í 60% landsmanna segjast ekki bera neitt eða lítið traust til stjórnvalda þegar kemur að því að gæta hagsmuna þjóðarinnar í umsóknarferli um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skoðanakönnun sem Capacent-Callup gerði fyrir Bændasamtökin í tengslum við Búnaðarþing sem var sett í Bændahöllinni í dag. 28. febrúar 2010 16:59 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
„Hugmyndin að sækja um og sjá hvað er í boði er vafalaust best heppnaða pólitíska brella seinni ára. Ekki getur fólk verið á móti því að kostir aðildar séu kannaðir," sagði Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, við upphaf Búnaðarþings í dag. Haraldur sagði að aðildarumsóknin væri ekki annað en boð um að hér verði hafist handa við að breyta stjórnkerfi landsins að kröfum Evrópusambandsins og færa sjálfsstjórn Íslands og sjálfstæði undir fjarlæg stjórnvöld. Hann sagði að undirbúningur bænda vegna aðildarviðræðna stjórnvalda við ESB væri traustur og byggi á áralangri þekkingaröflun um innviði landbúnaðarstefnu sambandsins. Þá sagði Haraldur að ríkisstjórnin væri vægast sagt ósamstíga í Evrópusambandsmálunum. „Það er varla hægt að búast við glæstum árangri þegar þeir sem standa í stafni bera ekki gæfu til að standa saman og sýna styrk," sagði formaðurinn og bætti við að veikleikar Íslendinga væru styrkleikar viðræðuaðilans. „Sáttmáli stjórnarflokkanna um aðildarumsókn líkist því helst að ákveðið hafi verið að tvímenna í útreiðartúr til ESB-girðingarinnar. Annar snýr aftur og hinn fram í hnakknum og síðan hotta þeir á klárinn í sitt hvora áttina. Meðan aðildarsinninn horfir yfir taglið sér hann fyrirheitnu girðinguna fjarlægjast en streðar þó enn. Hinn þorir ekki að taka almennilega í tauminn og stöðva. Ekki get ég hugsað þá hugsun til enda, eins og sagt er nú á tímum, hvernig útreiðartúrinn endar," sagði Haraldur.
Tengdar fréttir Aðeins þriðjungur hlynntur ESB-aðild Tæplega 60% landsmanna eru andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið en 33,3% eru hlynntir aðild. Hátt í 60% landsmanna segjast ekki bera neitt eða lítið traust til stjórnvalda þegar kemur að því að gæta hagsmuna þjóðarinnar í umsóknarferli um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skoðanakönnun sem Capacent-Callup gerði fyrir Bændasamtökin í tengslum við Búnaðarþing sem var sett í Bændahöllinni í dag. 28. febrúar 2010 16:59 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Aðeins þriðjungur hlynntur ESB-aðild Tæplega 60% landsmanna eru andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið en 33,3% eru hlynntir aðild. Hátt í 60% landsmanna segjast ekki bera neitt eða lítið traust til stjórnvalda þegar kemur að því að gæta hagsmuna þjóðarinnar í umsóknarferli um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skoðanakönnun sem Capacent-Callup gerði fyrir Bændasamtökin í tengslum við Búnaðarþing sem var sett í Bændahöllinni í dag. 28. febrúar 2010 16:59