Erlent

Meira en 700 látnir í Chile

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gríðarleg eyðilegging blasir við í Chile. Mynd/ AFP.
Gríðarleg eyðilegging blasir við í Chile. Mynd/ AFP.
Nú er talið að meira en 700 manns séu látnir eftir jarðskjálftann í Chile á laugardaginn.

Skjálftinn, sem var 8,8 stig á Richter er með þeim öflugustu sem mælst hafa. Björgunarsveitamenn standa í ströngu við að dreifa nauðsynlegum hjálpargögnum.

Michelle Bachelet, forseti Chile, hefur tilkynnt neyðarráðstafanir til að fást við hörmungarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×