Fótbolti

Fabregas og Torres komast ekki í byrjunarlið Spánar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas og Fernando Torres.
Cesc Fabregas og Fernando Torres. Mynd/AFP
Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, og Fernando Torres, framherji Liverpool, komast hvorugir í byrjunarlið Vicente del Bosque, landsliðsþjálfara Spánar, fyrir vináttulandsleik á móti Frökkum á Stade de France í París í kvöld. Þetta kemur fram í spænska blaðinu Marca.

Vicente del Bosque lætur David Villa spila einan frammi og byrjar Torres því á bekknum. Cesc Fabregas kemst ekki að á fimm manna miðju spænska liðsins en í stað hans er David Silva, leikmaður Valencia, í byrjunarliðinu.

Marcos Senna og Joan Capdevilla komast heldur ekki í byrjunarliðið en þar er hinsvegar Sergio Busquets, leikmaður Barcelona. Busquets er á miðjunni ásamt þeim David Silva, Xabi Alonso, Xavi og Andres Iniesta.

Spánn hefur ekki unnið Frakkland í meira en 42 ár en eins og er þetta síðasta landsleikur þjóðanna fyrir HM í Suður-Afríku í sumar.

Byrjunarlið Spánar samkvæmt Marca (4-5-1): Casillas - Ramos, Puyol, Pique, Arbeloa - Silva, Xavi, Xabi Alonso, Busquets, Iniesta - Villa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×