Innlent

Danir vilja að Íslendingar borgi að fullu

45% Dana telja rétt að Íslendingum verði gert að endurgreiða Bretum og Hollendingum að fullu vegna útborgunar yfirvalda í þessum löndum til innistæðueigenda vegna gjaldþrota íslenskra banka. Þetta kemur fram í könnun MMR. Niðurstöðurnar í Danmörku eru frábrugðnar því sem kom í ljós í sambærilegum könnunum meðal almennings í Svíþjóð og Noregi þar sem fram kom að 21% Svía og 33% Norðmanna töldu að Íslendingum bæri að endurgreiða Bretum og Hollendingum að fullu.

Nokkur munur reyndist jafnframt milli landanna með tilliti til fjölda þeirra sem tóku afstöðu til spurningarinnar. Þannig tóku 63% Dana og 59% Norðmanna

afstöðu til spurningarinnar en ekki nema 39% Svía.

Hægt er að skoða myndina í stærri upplausn með því að ýta á hana.
Í könnuninni kom einnig fram að 25% Dana svöruðu því til að Íslendingar ættu að neita að endurgreiða Bretum og Hollendingum og 30% Dana töldu að kostnaður vegna útborgana til innistæðueigenda ætti að deilast milli landanna þriggja. 37% Dana sögðust ekki hafa skoðun á málinu.

53% Svía telja að kostnaðurinn eigi að deilast á milli landanna þriggja og 45% Norðmanna eru þeirra skoðunar.




Tengdar fréttir

Norðmenn harðari í afstöðu sinni til Icesave

Þriðjungur þeirra Norðmanna sem afstöðu tóku í könnun MMR um afstöðu til Icesave-deilunnar segja að Íslendingum eigi að verða gert að endurgreiða Bretum og Hollendingum að fullu. Í tilkynningu frá MMR segir að könnunin hafi verið framkvæmd dagana 11.-15. febrúar 2010 og var heildarfjöldi svarenda 1031 einstaklingar.

Svíum er nokk sama um Icesave

Yfir helmingur Svía hafa enga skoðun á mögulegum endurgreiðslum Íslendinga vegna Icesave eða 55 prósent samkvæmt skoðanakönnun MMR sem var framkvæmd dagana 11. - 15. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×