Enski boltinn

Ashley sendir Cheryl hallærisleg sms-skilaboð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Cheryl Cole hefur loksins ákveðið að gefa aðeins eftir í samskiptum við eiginmann sinn, Ashley og ætlar að hitta hann í Frakklandi þar sem hann er í meðferð vegna meiðsla.

Ashley fær þó aðeins 15 mínútur til þess að heilla eiginkonuna sem hefur farið fram á skilnað eftir að upp komst um stórfellt framhjáhald Chelsea-leikmannsins.

Ashley er sagður senda Cheryl tugi hallærislegra skilaboða á dag. Þá meðal annars með textum úr lögum Cheryl.

Í einu skilaboðanna stóð: "We´ve got to fight for this love" eða við verðum að berjast fyrir ástinni.

Heimildamaður The Sun segir að Cheryl hafi ekki vitað hvort hún ætti að hlæja eða gráta er hún sá skilaboðin.

The Sun segir einnig að Chelsea sé með tvo starfsmenn í Frakklandi sem líti eftir Cole þar sem félagið hefur áhyggjur af andlegri líðan leikmannsins.

 





 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×