Innlent

Léleg kjörsókn í Reykjavík

Um það bil helmingi minni kjörsókn hefur verið í Reykjavík í morgun. Fyrir klukkan ellefu höfðu 2034 greitt atkvæði í Reykjavík Suður en það gera 4,62 prósent. Til samanburðar þá höfðu 8,14 prósent greitt atkvæði á sama tíma fyrir alþingiskosningarnar árið 2009.

Í Reykjavík norður höfðu 1776 greitt atkvæði fyrir klukkan ellefu. Það gera 4,04 prósent. Árið 2009 höfðu 7,05 prósent kosið á sama tíma. Best var kosningin árið 2003 en þá var hún 8,9 prósent.

Samkvæmt formanni kjörstjórnar í Reykjavík Suður hefur kjörsókn farið örlítið batnandi í morgun.

Þá er einnig léleg kjörsókn í Suðvesturkjördæmi. Hún er aftur á móti þokkaleg á Akureyri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×