Innlent

Bjarni Benediktsson: Ríkisstjórnin stendur á brauðfótum

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. MYND/Vilhelm

Ríkisstjórnin hefur brugðist fólkinu í landinu og er rúin trausti eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokks, á Alþingi í dag. Hann sagði sjálfstæðismenn tilbúna í alþingiskosningar strax eftir bæjar- og sveitarstjórnarkosningar í vor.

Bjarni gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega í umræðu á Alþingi í dag um stöðuna í Icesave málinu eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Bjarni sagði að skilaboð þjóðarinnar hefðu verið skýr í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Þjóðin hafi hafnað þeim samningi sem ríkisstjórnin hafi barist fyrir á síðast ári. Bjarni

kallaði eftir því að forystumenn ríkisstjórnarinnar axli ábyrgð í málinu. Telur hann ljóst að ríkisstjórnin hafi brugðist í hagsmunagæslu fyrir þjóðina.

Bjarni sagði ennfremur ljóst að Bretar hafi ekki sýnt neinn vilja til að mæta Íslendingum í deilunni. Nýjasta tilboð Breta feli ekkert annað í sér en að þeir séu tilbúnir að falla frá því að hafa hagnað af láninu til Íslands. Öll áhætta í málinu hvílir eftir sem áður á Íslandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×