Pókermót tekin upp fyrir sjónvarp á Íslandi 8. mars 2010 05:30 „Það er frábært fyrir hinn almenna pókeráhugamann að geta fylgst með mótum á Íslandi. Séð hendurnar sem verið er að spila og hvernig menn spila þær,“ segir Valur Heiðar Sævarsson, sem er í forsvari fyrir pókerklúbbinn 53. Vefspilavítið Betsson hefur flutt inn pókerborð með tíu innbyggðum myndbandsupptökuvélum. Fyrsta mótið sem verður tekið upp fyrir sjónvarp fer fram í maí, en Betsson heldur það í samstarfi við pókerklúbbinn 53. Útvöldum verður boðið að taka þátt í mótinu ásamt því að sigurvegari áskorendamótaðar Audda, Sveppa og Gillz fær tækifæri til að taka þátt. Valur segir að viðræður séu í gangi við sjónvarpsstöðvar hér á landi um sýningarrétti á mótinu. „Það er mikill áhugi. Það er bara spurning hvar lendingin verður,“ segir Valur. Hann bætir við að ýmsar vangaveltur séu um hvers konar pókersjónvarpsefni verði framleitt á Íslandi í náinni framtíð. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins kostaði borðið á aðra milljón króna og vegur hátt í 250 kíló. Það er handsmíðað í Bandaríkjunum og hefur aðeins einu sinni verið notað. Það var að sjálfsögðu í Las Vegas, en þar var leikið til úrslita á borðinu á stórmóti. Póker er vinsælt sjónvarpsefni erlendis og flest stærri mót eru tekin upp fyrir sjónvarp. Bestu pókerspilarar heims njóta mikilla vinsælda og Valur segir að viðræður hafi átt sér stað við mörg stór nöfn um að koma til Íslands og spila. Spurður hvort reglulegar sjónvarpsútsendingar frá íslenskum pókermótum komi til með að breyta almenningsáliti á spilinu segir Valur að svo gæti farið. „Þetta verður kannski til þess að spilið verði útbreiddara, þrátt fyrir að almenningur sé reyndar byrjaður að taka þátt í póker. Þetta opnar kannski augu fólks fyrir því að þetta spil byggist ekki upp á heppni og sé ekki beintengt við fjárhættuspil,“ segir hann. „Það er ekki ástæðulaust að alþjóðleg pókersambönd eru að taka upp samstarf við hugaríþróttasambönd um allan heim og aðskilja sig frá fjárhættuspilum. Bestu pókerspilarar í heimi eru ekki heppnustu menn heims.“ atlifannar@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Fleiri fréttir Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Sjá meira
„Það er frábært fyrir hinn almenna pókeráhugamann að geta fylgst með mótum á Íslandi. Séð hendurnar sem verið er að spila og hvernig menn spila þær,“ segir Valur Heiðar Sævarsson, sem er í forsvari fyrir pókerklúbbinn 53. Vefspilavítið Betsson hefur flutt inn pókerborð með tíu innbyggðum myndbandsupptökuvélum. Fyrsta mótið sem verður tekið upp fyrir sjónvarp fer fram í maí, en Betsson heldur það í samstarfi við pókerklúbbinn 53. Útvöldum verður boðið að taka þátt í mótinu ásamt því að sigurvegari áskorendamótaðar Audda, Sveppa og Gillz fær tækifæri til að taka þátt. Valur segir að viðræður séu í gangi við sjónvarpsstöðvar hér á landi um sýningarrétti á mótinu. „Það er mikill áhugi. Það er bara spurning hvar lendingin verður,“ segir Valur. Hann bætir við að ýmsar vangaveltur séu um hvers konar pókersjónvarpsefni verði framleitt á Íslandi í náinni framtíð. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins kostaði borðið á aðra milljón króna og vegur hátt í 250 kíló. Það er handsmíðað í Bandaríkjunum og hefur aðeins einu sinni verið notað. Það var að sjálfsögðu í Las Vegas, en þar var leikið til úrslita á borðinu á stórmóti. Póker er vinsælt sjónvarpsefni erlendis og flest stærri mót eru tekin upp fyrir sjónvarp. Bestu pókerspilarar heims njóta mikilla vinsælda og Valur segir að viðræður hafi átt sér stað við mörg stór nöfn um að koma til Íslands og spila. Spurður hvort reglulegar sjónvarpsútsendingar frá íslenskum pókermótum komi til með að breyta almenningsáliti á spilinu segir Valur að svo gæti farið. „Þetta verður kannski til þess að spilið verði útbreiddara, þrátt fyrir að almenningur sé reyndar byrjaður að taka þátt í póker. Þetta opnar kannski augu fólks fyrir því að þetta spil byggist ekki upp á heppni og sé ekki beintengt við fjárhættuspil,“ segir hann. „Það er ekki ástæðulaust að alþjóðleg pókersambönd eru að taka upp samstarf við hugaríþróttasambönd um allan heim og aðskilja sig frá fjárhættuspilum. Bestu pókerspilarar í heimi eru ekki heppnustu menn heims.“ atlifannar@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Fleiri fréttir Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Sjá meira