Engin ríkisábyrgð? Guðni Th. Johannesson skrifar 10. mars 2010 06:00 Hvernig verður réttlátri niðurstöðu náð í Icesave-deilunni? Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna sögulegu um helgina stóðu vonir margra til þess að hún myndi auka samúð með málstað Íslendinga erlendis og sýna viðsemjendum íslenskra stjórnvalda að þeim bæri að ganga fram af minni hörku. Íslenska þjóðin viðurkenndi ábyrgð eigin stjórnvalda en krefðist sanngirni. Þetta getur gerst en auðvitað er ekkert fast í hendi. Ytra geta menn til dæmis ákveðið að gefa ekki eftir og svo getur það líka gerst á Íslandi að meirihluti þingmanna og almennings gangi á lagið, hætti að krefjast sanngirni í samningaviðræðum og vilji frekar að þau skilaboð verði send til Bretlands og Hollands að Íslendinga varði í raun ekkert um Icesave-deiluna. Ný skoðanakönnun gefur þannig til kynna að 60% landsmanna telji að íslensku þjóðinni beri alls ekki að ábyrgjast greiðslur á Icesave-reikningunum til innstæðueigenda í Bretlandi og Hollandi. Þess í stað er viðkvæðið oft að ekki hafi verið ríkisábyrgð á innstæðum í útibúum Landsbankans ytra heldur aðeins ábyrgð Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta. Icesave-reikningshafarnir hafi ekki getað ætlast til þess að ávaxta fé sitt með hæstu vöxtum þegar allt lék í lyndi en neita svo að taka afleiðingunum þegar banki þeirra fór á hausinn. Þetta getur auðvitað hljómað harkalega í eyrum Icesave-reikningshafa sem undirrituðu samning við Landsbankann þar sem kveðið var á um ákveðna lágmarksábyrgð og voru þeir skilmálar með velþóknun hins íslenska Fjármálaeftirlits, og þar að auki gátu þeir kynnt sér ítrekaðar yfirlýsingar íslenskra embættismanna og stjórnmálamanna um þessa sömu ábyrgð. En við lifum jú í hörðum heimi. Samt verður að spyrja hvort það sé í raun og veru afstaða meirihluta Íslendinga að ríkið hafi ekki átt og eigi ekki að ábyrgjast innstæður í einkareknum bönkum. Stóru bankarnir þrír féllu jú allir í október 2008. Ekki var innstæðueigendum þá vísað á nær galtóman Tryggingarsjóð. Þvert á móti var 100% ríkisábyrgð komið á allar innstæður hér á landi. „Auðvitað verða innstæður Íslendinga hérlendis alltaf tryggðar, menn láta það aldrei henda sig að menn geti ekki treyst því að innstæður í íslenskum bönkum séu ekki öruggar þar,“ sagði einn áhrifamaðurinn til að mynda í byrjun október 2008. Reikningshafar á Íslandi þurftu ekki að bera tap bankanna þegar allt fór í handaskolum. Þeir fengu sitt, fyrir tilstilli ríkisvaldsins. Mergur málsins er sá að hér hefði orðið upplausnarástand ef ekki hefði komið til ríkisábyrgð á innstæðum í íslensku bönkunum. Um það voru gefnar sérstakar yfirlýsingar og neyðarlögin svokölluðu snerust einnig um það að nokkru leyti, „fu...k the foreigners-lögin“ eins og sumir þeirra sem sömdu þau kölluðu þau sín á milli. Nú má auðvitað benda á að íslenska ríkið hafi ekki haft lagalega skyldu til að ábyrgjast allar innstæður á Íslandi með þessum hætti. En það var nú samt gert og það er vissulega umhugsunarefni hvort ekki hefði mátt setja þak á ábyrgð ríkisins, til dæmis 25 milljónir króna, 50 milljónir eða 100 milljónir. Hefðu hinir vellríku ekki lifað það af? Þeir fengu skjaldborg um sig og sitt fé, með ærnum tilkostnaði annarra. Það má líka halda því fram að ríkinu hafi aðeins borið siðferðisleg og pólitísk skylda – einhvers konar neyðarréttur – til að tryggja innstæður í útibúum bankanna á Íslandi. En þá er samt horfin sú röksemd að ríkisvaldið eigi aldrei að ábyrgjast innstæður í einkareknum bönkum. Eins og margoft hefur komið fram vakna líka ýmsar lagalegar, pólitískar og siðferðislegar spurningar við þessa skiptingu milli fullrar ábyrgðar ríkisins innanlands en engrar ytra. Þannig bentu ráðamenn Landsbankans á fyrir hrun að „innlánaflóðið“ að utan væri komið „í vinnu“ hjá bankanum og ekki síst á Íslandi. „Við vorum að taka peningana heim til Íslands“, sagði einn þerra svo eftir hrunið. „Innlánin á Icesave-reikningunum hafa ekki bara verið notuð í útlán erlendis. Peningarnir frá Icesave eru hér um allt þjóðfélagið.“ Niðurstaðan er þessi: Ætli menn að halda því fram að Íslendingar séu að reyna sýna umheiminum fram á óréttlætið í því að ríkisvaldið þurfi að ábyrgjast innstæður í einkareknum bönkum verða þeir að bæta við orðum sem gætu hljómað eitthvað á þessa leið: „það er að segja í útlöndum en á Íslandi hljóta aðrar reglur að gilda“. Höfundur er sagnfræðingur og höfundur bókarinnar Hrunið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Hvernig verður réttlátri niðurstöðu náð í Icesave-deilunni? Fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna sögulegu um helgina stóðu vonir margra til þess að hún myndi auka samúð með málstað Íslendinga erlendis og sýna viðsemjendum íslenskra stjórnvalda að þeim bæri að ganga fram af minni hörku. Íslenska þjóðin viðurkenndi ábyrgð eigin stjórnvalda en krefðist sanngirni. Þetta getur gerst en auðvitað er ekkert fast í hendi. Ytra geta menn til dæmis ákveðið að gefa ekki eftir og svo getur það líka gerst á Íslandi að meirihluti þingmanna og almennings gangi á lagið, hætti að krefjast sanngirni í samningaviðræðum og vilji frekar að þau skilaboð verði send til Bretlands og Hollands að Íslendinga varði í raun ekkert um Icesave-deiluna. Ný skoðanakönnun gefur þannig til kynna að 60% landsmanna telji að íslensku þjóðinni beri alls ekki að ábyrgjast greiðslur á Icesave-reikningunum til innstæðueigenda í Bretlandi og Hollandi. Þess í stað er viðkvæðið oft að ekki hafi verið ríkisábyrgð á innstæðum í útibúum Landsbankans ytra heldur aðeins ábyrgð Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta. Icesave-reikningshafarnir hafi ekki getað ætlast til þess að ávaxta fé sitt með hæstu vöxtum þegar allt lék í lyndi en neita svo að taka afleiðingunum þegar banki þeirra fór á hausinn. Þetta getur auðvitað hljómað harkalega í eyrum Icesave-reikningshafa sem undirrituðu samning við Landsbankann þar sem kveðið var á um ákveðna lágmarksábyrgð og voru þeir skilmálar með velþóknun hins íslenska Fjármálaeftirlits, og þar að auki gátu þeir kynnt sér ítrekaðar yfirlýsingar íslenskra embættismanna og stjórnmálamanna um þessa sömu ábyrgð. En við lifum jú í hörðum heimi. Samt verður að spyrja hvort það sé í raun og veru afstaða meirihluta Íslendinga að ríkið hafi ekki átt og eigi ekki að ábyrgjast innstæður í einkareknum bönkum. Stóru bankarnir þrír féllu jú allir í október 2008. Ekki var innstæðueigendum þá vísað á nær galtóman Tryggingarsjóð. Þvert á móti var 100% ríkisábyrgð komið á allar innstæður hér á landi. „Auðvitað verða innstæður Íslendinga hérlendis alltaf tryggðar, menn láta það aldrei henda sig að menn geti ekki treyst því að innstæður í íslenskum bönkum séu ekki öruggar þar,“ sagði einn áhrifamaðurinn til að mynda í byrjun október 2008. Reikningshafar á Íslandi þurftu ekki að bera tap bankanna þegar allt fór í handaskolum. Þeir fengu sitt, fyrir tilstilli ríkisvaldsins. Mergur málsins er sá að hér hefði orðið upplausnarástand ef ekki hefði komið til ríkisábyrgð á innstæðum í íslensku bönkunum. Um það voru gefnar sérstakar yfirlýsingar og neyðarlögin svokölluðu snerust einnig um það að nokkru leyti, „fu...k the foreigners-lögin“ eins og sumir þeirra sem sömdu þau kölluðu þau sín á milli. Nú má auðvitað benda á að íslenska ríkið hafi ekki haft lagalega skyldu til að ábyrgjast allar innstæður á Íslandi með þessum hætti. En það var nú samt gert og það er vissulega umhugsunarefni hvort ekki hefði mátt setja þak á ábyrgð ríkisins, til dæmis 25 milljónir króna, 50 milljónir eða 100 milljónir. Hefðu hinir vellríku ekki lifað það af? Þeir fengu skjaldborg um sig og sitt fé, með ærnum tilkostnaði annarra. Það má líka halda því fram að ríkinu hafi aðeins borið siðferðisleg og pólitísk skylda – einhvers konar neyðarréttur – til að tryggja innstæður í útibúum bankanna á Íslandi. En þá er samt horfin sú röksemd að ríkisvaldið eigi aldrei að ábyrgjast innstæður í einkareknum bönkum. Eins og margoft hefur komið fram vakna líka ýmsar lagalegar, pólitískar og siðferðislegar spurningar við þessa skiptingu milli fullrar ábyrgðar ríkisins innanlands en engrar ytra. Þannig bentu ráðamenn Landsbankans á fyrir hrun að „innlánaflóðið“ að utan væri komið „í vinnu“ hjá bankanum og ekki síst á Íslandi. „Við vorum að taka peningana heim til Íslands“, sagði einn þerra svo eftir hrunið. „Innlánin á Icesave-reikningunum hafa ekki bara verið notuð í útlán erlendis. Peningarnir frá Icesave eru hér um allt þjóðfélagið.“ Niðurstaðan er þessi: Ætli menn að halda því fram að Íslendingar séu að reyna sýna umheiminum fram á óréttlætið í því að ríkisvaldið þurfi að ábyrgjast innstæður í einkareknum bönkum verða þeir að bæta við orðum sem gætu hljómað eitthvað á þessa leið: „það er að segja í útlöndum en á Íslandi hljóta aðrar reglur að gilda“. Höfundur er sagnfræðingur og höfundur bókarinnar Hrunið.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun