Innlent

Kvartaði undan lélegum fíkniefnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt óvenjulega kvörtun vegna vörusvika, sem sá svikni leit mjög alvarlegum augum. Hann hafði keypt fíkniefni af óþekktum manni á öldurhúsi og drifið sig heim til að neyta þeirra, en þá hafi ekkert virkað. Þetta hafi greinilega verið svikin vara og hafi honum sárnað mjög.

Lögregla sá ekki annan flöt á að skerast í leikinn, en að heimsækja hinn svikna, hugga hann og taka efnið til málamynda til frekari skoðunar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×