Innlent

Össur vonar að nýjar viðræður hefjist eftir helgi

Mynd/Anton Brink
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, vonast til þess að nýjar samningaviðræður við Hollendinga og Breta um Icesave málið hefjist eftir helgi. Hann segir ráðamenn í löndunum reiðbúna til að hefja viðræður. Þetta sagði ráðherrann á blaðamannafundi eftir fund utanríkisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn í gær, að fram kemur á vef Reuters.

Fyrsta mál á dagskrá fundarins var Icesave deilan. Þar kom skýrt fram að Norðurlöndin eru reiðubúin til þess að hjálpa Íslandi út úr efnahagskreppunni. Skilyrðin eru þó þau að Ísland nái samkomulagi um Icesave skuldina.

Áður en fundurinn hófst átti Össur fund með Lene Espersen, utanríkisráðherra Danmerkur. „Við viljum hjálpa Íslandi að koma hjólum efnahagslífsins af stað að nýju. Þannig að Ísland fær nýtt upphaf," sagði Lene í samtali við Ritzau fréttastofuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×