Kate McCann, móðir Maddý litlu sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal árið 2007, segist biðja fyrir mönnunum sem rændu dóttur hennar. Þetta kemur fram í útvarpsviðtali við Kate sem fór í loftið í dag á BBC. McCann, sem er kaþólsk, segir að Guð hafi gefið sér innri styrk til þess að komast í gegnum daginn þegar portúgalska lögreglan gaf henni réttarstöðu grunaðs í málinu.
Hún segist biðjast fyrir á hverjum degi. Hún biður fyrir fjölskyldu sinni en viðurkennir að flestar bænirnar snúi að Madeleine. „Ég bið fyrir fólkinu sem tóku Madeleine, fólkinu sem veit hvað kom fyrir hana og ættingjum þeirra sem rændu henni."
Þá segist hún biðja fyrir lögreglumönnunum og öllum sem unnið hafa að málinu. „Og ég bið fyrir öllum hinum börnunum sem eru týnd eða hafa verið misnotuð."
Mamma Maddíar biður fyrir ræningjunum

Mest lesið


Svava Lydia komin í leitirnar
Innlent




Lýsa eftir Svövu Lydiu
Innlent


ÍR kveikti á skiltinu án leyfis
Innlent

