Erlent

Varasamt að fara í Bláa lónið

Óli Tynes skrifar
Extrabladet kallar Bláa lónið lúxus spa.
Extrabladet kallar Bláa lónið lúxus spa.

Danskur verkalýðsforkólfur á í nokkrum vanda eftir heimsókn í Bláa lónið á Íslandi. Danskir fjölmiðlar hafa upplýst um það sem þeir kalla lúxuslíf Sörens Fibigere Olesen.

Hann er formaður Kristelig fagforening. Danska Extrabladet upplýsir að Sören hafi farið í fimm utanlandsferðir árið 2008 á kostnað hreyfingarinnar.

Meðal annars hafi hann farið á stjórnunarnámskeið í Bandaríkjunum. Í þeirri ferð hafi hann ásamt framkvæmdastjóra Kristelig fagforening millilent á Íslandi og verið þar í tvo daga.

Þar hafi hann að vísu heimsótt tvö verkalýðsfélög en einnig gefið sér tíma til þess að fara í 439 kílómetra bíltúr um eldfjallaeyjuna og baðað sig í Bláa lóninu.

Sören telur þetta ekki óeðlilegt. Hann segir að þótt það teljist ekki til formlegra funda fjalli þeir stöðugt um framtíð og þróun verkalýðshreyfingarinnar. Það geri þeir meðan þeir fljúgi, meðan þeir keyri og meðan þeir baði sig í lónum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×