Innlent

Bjarni: Möguleikar Íslendinga betri en annarra þjóða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bjarni Benediktsson ræddi möguleika Íslendinga til að vinna sig út úr kreppunni.
Bjarni Benediktsson ræddi möguleika Íslendinga til að vinna sig út úr kreppunni.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Íslendingar eigi betri möguleika á því að vinna sig út úr kreppunni en önnur lönd. Þetta kom fram í máli Bjarni þegar að hann hélt opnunarávarp á fundi sem rúmlega eitthundrað flokksmenn norska Framfaraflokksins héldu í Reykjavík í morgun.

Bjarni ræddi framtíð Íslands og þau sóknarfæri sem felast í endurreisninni. Hann sagði að menntunarstig þjóðarinnar væri hátt og sjálfsbjargarviðleitnin væri mikil. Hann sagði að atvinnumál væri stærsta velferðarmál Íslendinga og að tækifærin til atvinnuuppbyggingar væru til staðar. Hann lagði áherslu á verðmætasköpun og að skapa ný störf væri forgangsverkefni.

Á fundinum þakkaði Bjarni jafnframt Norðmönnum fyrir að ætla ekki að láta afgreiðslu Icesave-málsins hafa áhrif á lánafyrirgreiðslu til Íslands. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum átti Bjarni líka fund með Siv Jensen formanni Framfaraflokksins í morgun. Þar ræddu formennirnir saman um atvinnumál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×