Innlent

Fyrsta vél frá Boston í loftið klukkan hálf fimm

Fyrsta Icelandair vélin sem beðið hefur í Boston vegna eldgossins í Eyjafjallajökli fer í loftið klukkan hálffimm að íslenskum tíma. Guðjón Arngrímsson segir að hinar vélarnar tvær fylgi síðan í kjölfarið. Um fimmhundruð manns hafa beðið í Boston í dag.

Að sögn Guðjóns er staðan ekki góð því miklar tafir hafa orðið á flugi hjá félaginu vegna eldgossins, bæði á flugi frá Bandaríkjunum og á evrópufluginu frá Íslandi. Þær tafir hafa aftur áhrif á flug frá Evrópu hingað til lands og telur Guðjón að allt að fjögurþúsund manns hafi orðið fyrir töfum vegna gossins.

Ekki bætir úr skák að flugvirkjar hafa boðað til verkfalls sem á að hefjast klukkan eitt í nótt. Guðjón segir að allt standi fast í samningaviðræðum en þó stendur fundur nú yfir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×