Innlent

Gosið á Fimmvörðuhálsi í dag - myndskeið

Þrátt fyrir að vera lítið á mælikvarða íslenska hálendisins er hraungosið á Fimmvörðuhálsi mikið sjónarspil. Sigríður Mogensen, fréttamaður Stöðvar 2, og myndatökumaðurinn Egill Aðalsteinsson flugu yfir svæðið eftir hádegi í dag.

Gosið virtist koma úr tveimur samliggjandi gígum en úr þeim risu nokkrir samfelldir strókar. Hrauntunga rann í stríðum straumum niður í gil og bræddi á leiðinni ís og snjó í jöklinum en við það myndaðist mikil gufa. Hægt er að horfa á myndbandið hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×