Skuggastjórnendur ekki sóttir til saka Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. mars 2010 18:45 Rannsóknir sérstaks saksóknara hafa leitt í ljós að hér á Íslandi var lítil sem engin fjarlægð mynduð við eigendur hlutafélaga, ólíkt því sem tíðkaðist erlendis. Hér á landi voru eigendur miklu stærri þátttakendur í stjórnun bankanna. Þeir munu að öllum líkindum sleppa, þar sem refsiábyrgðin var hjá stjórn og forstjóra. Engin ákvæði eru til í lögum sem taka á hugsanlegri refsiábyrgð skuggastjórnenda bankanna. Hugtakið skuggastjórnandi hefur verið notað sem lýsing því þegar stærsti hluthafi í hlutafélagi, eða fulltrúi hans, hefur áhrif á eða í reynd segir stjórnanda hvernig ákvarðanataka eigi að fara fram í viðkomandi hlutafélagi. Annað gildir um hugsanlega skaðabótaábyrgð. Sennilega hefur þetta aldrei birst skýrar fyrir opnum tjöldum en þegar eigendur stórra banka funduðu með ráðamönnum í aðdraganda bankahrunsins. Komið hefur fram að Björgólfur Thor Björgólfsson réð ferðinni í ráðherrabústaðnum helgina fyrir setningu neyðarlaganna. Lýsing á þessu hefur birst m.a í bókum um bankahrunið. Þessa helgi var Björgólfur sjálfur mjög sýnilegur á fundum í stjórnarráðinu og var myndaður með bankastjórunum, Halldóri J. Kristjánssyni og Sigurjóni Þ. Árnasyni, á leiðinni á fund þar helgina fyrir setningu neyðarlaganna. Engin fjarlægð Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa rannsóknir sérstaks saksóknara leitt í ljós að lítil sem engin fjarlægð virðist hafa verið milli stjórnenda hlutafélaga og eigendanna, í mörgum þeirra félaga sem hafa verið til rannsóknar hjá embættinu. Taka skal þó skýrt fram að hér er ekki verið að vísa sérstaklega til Björgólfs Thors, enda var það aðeins nefnt til skýringar hér framar. Samkvæmt heimildum fréttastofu birtist þetta skýrlega þegar skoðuð eru samskipti starfsmanna Milestone-samstæðunnar við sænska tryggingafélagið Moderna. Svo virðist sem stjórnendur þess hafi verið mjög sjálfstæðir í sínum störfum en engir fjármunir virðast hafa runnið frá Svíþjóð til Íslands að undanskildum arðgreiðslum. Stjórnendur Moderna munu hafa litið svo á að eigendur gætu greitt sér arð en hefðu ekki heimildir til að skipta sér af daglegum rekstri. Ólíkt því sem gilti um Sjóvá, sem var í eigu Milestone, en þar virðist forstjóranum hafa verið sagt hvað hann ætti að gera hverju sinni. Engin ákvæði eru til í lögum sem gera eigendur hlutafélaga ábyrga fyrir refsiverðri háttsemi vegna ákvarðana sem voru teknar af forstjórum eða stjórn, þótt þau hafi í reynd verið að fylgja fyrirmælum. Með öðrum orðum má segja að eigendurnir sleppi vegna ákvarðana sem teknar voru af þeim í reynd, þar sem refsiábyrgð vegna þessara ákvarðana liggur annars staðar, eða hjá forstjóra og stjórn. Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Rannsóknir sérstaks saksóknara hafa leitt í ljós að hér á Íslandi var lítil sem engin fjarlægð mynduð við eigendur hlutafélaga, ólíkt því sem tíðkaðist erlendis. Hér á landi voru eigendur miklu stærri þátttakendur í stjórnun bankanna. Þeir munu að öllum líkindum sleppa, þar sem refsiábyrgðin var hjá stjórn og forstjóra. Engin ákvæði eru til í lögum sem taka á hugsanlegri refsiábyrgð skuggastjórnenda bankanna. Hugtakið skuggastjórnandi hefur verið notað sem lýsing því þegar stærsti hluthafi í hlutafélagi, eða fulltrúi hans, hefur áhrif á eða í reynd segir stjórnanda hvernig ákvarðanataka eigi að fara fram í viðkomandi hlutafélagi. Annað gildir um hugsanlega skaðabótaábyrgð. Sennilega hefur þetta aldrei birst skýrar fyrir opnum tjöldum en þegar eigendur stórra banka funduðu með ráðamönnum í aðdraganda bankahrunsins. Komið hefur fram að Björgólfur Thor Björgólfsson réð ferðinni í ráðherrabústaðnum helgina fyrir setningu neyðarlaganna. Lýsing á þessu hefur birst m.a í bókum um bankahrunið. Þessa helgi var Björgólfur sjálfur mjög sýnilegur á fundum í stjórnarráðinu og var myndaður með bankastjórunum, Halldóri J. Kristjánssyni og Sigurjóni Þ. Árnasyni, á leiðinni á fund þar helgina fyrir setningu neyðarlaganna. Engin fjarlægð Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa rannsóknir sérstaks saksóknara leitt í ljós að lítil sem engin fjarlægð virðist hafa verið milli stjórnenda hlutafélaga og eigendanna, í mörgum þeirra félaga sem hafa verið til rannsóknar hjá embættinu. Taka skal þó skýrt fram að hér er ekki verið að vísa sérstaklega til Björgólfs Thors, enda var það aðeins nefnt til skýringar hér framar. Samkvæmt heimildum fréttastofu birtist þetta skýrlega þegar skoðuð eru samskipti starfsmanna Milestone-samstæðunnar við sænska tryggingafélagið Moderna. Svo virðist sem stjórnendur þess hafi verið mjög sjálfstæðir í sínum störfum en engir fjármunir virðast hafa runnið frá Svíþjóð til Íslands að undanskildum arðgreiðslum. Stjórnendur Moderna munu hafa litið svo á að eigendur gætu greitt sér arð en hefðu ekki heimildir til að skipta sér af daglegum rekstri. Ólíkt því sem gilti um Sjóvá, sem var í eigu Milestone, en þar virðist forstjóranum hafa verið sagt hvað hann ætti að gera hverju sinni. Engin ákvæði eru til í lögum sem gera eigendur hlutafélaga ábyrga fyrir refsiverðri háttsemi vegna ákvarðana sem voru teknar af forstjórum eða stjórn, þótt þau hafi í reynd verið að fylgja fyrirmælum. Með öðrum orðum má segja að eigendurnir sleppi vegna ákvarðana sem teknar voru af þeim í reynd, þar sem refsiábyrgð vegna þessara ákvarðana liggur annars staðar, eða hjá forstjóra og stjórn.
Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira