Erlent

Viðurkennir ekki ósigur - óttast ofbeldisöldu í Írak

Maliki og Allawi t.h.
Maliki og Allawi t.h.

Óttast er að ofbeldisalda ríði yfir Írak eftir að Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, tapaði í síðustu kosningum fyrir Ayad Allawi. Maliki hlaut 89 þingsæti í kosningunum en Allawi hlaut 91 sæti og því meirihluta á Íraska þinginu.

Maliki neitar hinsvegar að viðurkenna úrslitin og heldur því fram að um kosningasvindl sé að ræða. Samkvæmt Daily Telegraph þá hefur Maliki beinlínis hótað ofbeldi verði kosningasvindlið ekki viðurkennt.

Talsmaður Sameinuðu þjóðanna áréttaði á dögunum að kosningarnar hefðu farið löglega fram að mati Sameinuðu þjóðanna. Þá hvatti hann alla flokka til þess að virða úrslitin.

Óttast er að hryðjuverkahópar muni nýta sér þessa sundrung sem á sér stað í stjórnmálalífi Íraks. Þess má geta að hryðjuverkamenn hótuðu borgurum lífláti færu þeir að kjósa í þingkosningunum. Það breytti engu því kosningaþátttaka reyndist vera góð þrátt fyrir hótanir um ofbeldi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×